föstudagur, september 29, 2006

Big Train og Preacher...

Nýlega þá uppgötvaði ég bresku sketzaþættina Big Train gegnum vin minn sem keypti þá á DVD um daginn. Í þessum þáttum eru þeir Simon Pegg, Mark Heap og Kevin Eldon sem reynast einstaklega góðir saman. Brandararnir eru mistækir, en þeir sem eru fyndnir, eru virkilega fyndnir, þetta eru líklega bestu sketzaþættir sem ég hef séð. Enda ákvað ég að brjóta lögin og rippa þættina til þess að eiga í tölvunni...

Svo er það Preacher, ég keypti allar Preacher bækurnar og hef eytt miklum tíma í að endurlesa alla seríuna. Ég quota Herr. Starr til þess að lýsa fyrir ykkur Preacher reynslunni...

"I have an erection" - Herr. Starr

Og um Preacher þarf ekki að segja meir.


En nú hinsvegar ætla ég mér að drukkna í sjálfsvorkun og viskí.


Assalaamu fokking ding-dong Chem-Challa!


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: