Þessi nýliðna helgi var sannkölluð dramahelgi, þrátt fyrir sín merkilegheit þá varð lokaniðurstaðan á myrkari nótunum. Þá meina ég aðallega í afmælisveislu hennar Arenu á laugardaginn, veislunni gekk bara afskaplega vel, ég fékk að drekka nóg af áfengi og þar sem annað fólk drakk jafn mikið eða meira, þá virkilega hló það að brandörum mínum, sem er sjaldgæft í edrú umhverfi.
Ég og Þór fengum far hjá honum Nökkva áleiðis til Arenu, en þeir tveir beiluðu eftir aðeins tvo klukkutíma, betra eða verra er ég ekki viss en það gaf mér betra tækifæri til þess að tala betur við fólkið í veislunni, hinsvegar talaði ég meira við fólk sem ég þekkti fyrirfram, t.d Tomma og Arenu.
"Dramaið" byrjaði ekki að myndast fyrr en seint um nóttina, eftir smá stelpuvandræði (sem tengdust mér ekki) þá var aðalmálið einn óboðinn og blindfullur gestur sem langaði af einhverjum furðulegum ástæðum að lemja langflesta í boðinu. Ekki einu sinni allir viðverandi gestir né Arena gátu fengið hann til þess að fara, löggan kom og náði að róa hlutum niður en aðeins tímabundið þar sem ég frétti að hann hafi komið aftur um nóttina, meðan ég svaf.
Skondið með svona gaur sem hefur einhverskonar ofbeldishneigð, því þessir gaurar mega alls ekki drekka, það er hættulegt fyrir þá og aðra. Mín persónulega heimspeki gagnvart drykkju er að drekka áfengið sitt hægt þar til þú finnur fyrir vellíðunni, meðal þess verðuru djarfari og samskiptalauslátari, sem er önnur útskýring fyrir að vera létt-drukkinn. Eftir það þá drekk ég enn hægar, þar til að lokum ég hætti, því meira áfengi getur orsakað meiriháttar ástandi daginn eftir. Og ekki gleyma þá drekk ég alltaf nóg af vatni eftir áfengið, ég nenni bara aldrei að vera þunnur, það er hundleiðinlegt ástand sem ég þoli ekki. En auðvitað þá sleppi ég þessari heimspeki nógu oft og bara drekk þar til ég fæ nóg, sama hvernig dagurinn eftir verður.
En það er ein alheimsregla um svona fólk sem kann ekki að stjórna sér... Það má ekki drekka áfengi.
Enda náði þessi gaur að næstum eyðileggja fullkomlega vel heppnað afmælisboð, sem er skömm fyrir hana Arenu, þar sem þetta var átján ára afmæli, hennar eina átján ára afmæli og ég ímynda mér að henni hefur hlakkað til þess nokkuð mikið.
En á bjartari nótum þá hef ég nokkrar skemmtilegar myndir til þess að sýna...
Tommi sér eitthvað, það er greinilega eitthvað rosalegt, eitthvað ótrúlegt, eitthvað sannarlega einstakt.
Arena sér það líka, sjitt, þetta hlýtur að vera einhver óendanlega, stórkostleg og gífurleg sjón að sjá. Eitthvað sem lætur mann trúa á Guð aftur, eitthvað svo magnþrungið að það hlýtur að vera til Guð sem skapaði það!
___
Jebb, það er ég. Ég er svo ótrúlega sætur, að myndatökumanneskja hefur tíma til þess að ná myndum af fólki stara á mig. Ef það er ekki einstakt, þá veit ég ekki hvað er það.
En já, hérna niðri er link að síðu sem hefur einhverjar 229 myndir af afmæli Arenu, endilega tjekkið á því, nóg af mér í því...
http://dancingdoe.spaces.live.com/?_c11_photoalbum_spaHandler=TWljcm9zb2Z0LlNwYWNlcy5XZWIuRG93bmxldmVsLlBhcnRzLlBob3RvQWxidW0uRnVsbE1vZGVSZXF1ZXN0SGFuZGxlcg%24%24&_c11_photoalbum_spaFolderID=cns!E7CB9EFCBF5952F0!1590&_c=photoalbum
Ég sofa...
Assalaamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, október 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli