Þetta kallast "erfiðleikar" með að ákveða líf sitt, þegar þú ert kominn svo djúpt inn í ákvörðun að þú byrjar að efa allt líf þitt frá upphafi. Satt, þetta er einskonar aðferð til þess að vorkenna sjálfum sér en þetta er líka góð aðferð til þess að komast að niðurstöðu.
Ég ligg í kafi í skólum, og ég veit núna, að sama hvaða skóla ég geng í þá er ég alveg jafn leiður á honum og hverjum öðrum skóla. Ég hef svo mikið að gera, að ég sleppi nánast að gera það allt.
Hvað gerðist við menntaskólaárin? Í raun er ég enn á þeim aldri, en ég er varla í menntaskóla lengur, en nýlega hef ég hugsað mikið um hvað gerðist við allan þennan tíma. Það átti að vera svo gaman að fara úr grunnskóla í menntaskóla, en einhvern megin þá fokkaðist allt upp fyrir flest öllum.
Ég get/má ekki sjá eftir því sem hefur gerst en hluti af mér óskar sér að hafa haldið áfram í menntaskóla og klárað hann almennilega.
Þetta er aðeins byrjunin á "Hvað er, og hvað hefði geta verið" spurningunni. Lífið er að hlaupa framhjá manni hraðar en áður, það var árið 2003 í gær, sumarið þetta ár hvarf í skýji af minningum. Ég vil fá jólin 2004 aftur, ég man að það tímabil var andskoti gott.
Ég verð þunglyndur að hugsa um þetta, á morgun verður árið 2010, og ég mun skrifa aðra ræðu um sama efni og ekki læra neitt nýtt af því sem ég skrifa hér og nú.
Og já, seinast, þann 31. desember 2005 þá skrifaði ég þetta á blogginu.
"Ef Quentin Tarantino hvetur þig til þess (að fara í kvikmyndaskóla) af hverju ætti maður þá að efa það? Svo ef allt feilar þá get ég alltaf kennt honum um ef ég lendi í einhverju sjálfsvorkunarskapi"
Ég get ekki sagt að neitt hafi feilað, en ég er samt í sjálfsvorkunarskapi, svo að...
Takk fyrir Quentin Tarantino...
Assaalamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
mánudagur, október 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Tja, líttu á björtu hliðarnar. MH er skóli sem hægt er að vera í að eilifu ef maður bara fellur nógu oft, svo þú getur orðið ellismellurinn sem fer í ríkið fyrir busanna og aflað þér ómældra vinsælda!
Djöfullsins fokking aumingjaskapur. Þú ert svo míkill aumingji, ertu ekki að grínast. ÖLLUM finnst skóli leiðinlegur.
Cry me a river.
PS: Þú ert aumingji.
OMG!!! Er ekki verið að grínast með sjálfsvorkunn, ekki væla svona. if you need to let out some steam þá grípurðu bara í hvolpinn og tuskar hann smá til og vittu hvort þér líði ekki betur við það!
Hvað er eiginlega að þér ?
æi sindri minn, þetta er allt í lagi, we are here for you!
Kippa í biskupinn, hrista bjúguna, leysa út kremið...
Jájá...
En djöfull eruð þið augljóslega að svara ykkur sjálfum :)
Afhverju ferðu þá ekki bara aftur í menntaskóla? Það er gaman. Og þá geturu verið ungur að eilífu. Ekki missa móðinn fyrr en þú verður tvítugur, þá ertu hálffertugur og lífið næstum búið....... (ertu nokkuð orðinn 20?)
Eins og prófíllinn minn segir... þá er ég 20 ára næsta júní...
Einhver þarf að komast að því að aumingi er ekki með joði.
Skrifa ummæli