Sindri Gretarsson 28. október 2006 ****/****
Árið 2006 hefur hingað til verið frekar aumt kvikmyndár, The Departed er ein af fáum kvikmyndum sem standa uppúr þetta árið en þá alls ekki bara út af því að þetta hefur verið aumt kvikmyndaár. Hérna er Martin Scorsese að gera það sem gerir best, fjalla um glæpi og morð á háum skala, í þetta skipti er það mafía vs. lögreglan, í grófum dráttum. Billy Costigan (Leonardo DiCaprio) er lögga úr fjölskyldu sem hefur haft tengsl við glæpasamtök í fortíðinni svo hann er látinn í leyni koma sér í mafíusamtök Frank Costello (Jack Nicholson). Vandamálið fyrir lögreglurnar er að líkurnar benda til þess að það sé uppljóstrari í deildinni þeirra sem gefur Costello upplýsingar um áform þeirra. Söguþráðurinn hljómar frekar eðlilegur, það er ekkert uppúrskarandi eða óvenjulega frumlegt við söguna sjálfa, en handritshöfundurinn William Monahan (Kingdom of Heaven var hans fyrsta handrit sem var kvikmyndað) einbeitir sér í að skapa eins flóknar persónur og hann getur. Tvær aðalpersónurnar virka sem spegilmyndir af hvor öðrum, vandamál Costigans er uppljóstrarinn og vandamál uppljóstrarans er Costigan. Þessi barátta er eldsneyti myndarinnar, allar aukapersónurnar snúast kringum þessa miðju eins og reikistjörnurnar snúast kringum sólina. Fyrir utan tvo þrælsterkar aðalpersónur, sem DiCaprio og Damon léku helvíti vel, þá eru aukapersónurnar jafnvel betri. Ég minnist sérstaklega á þá Mark Wahlberg og Alec Baldwin sem voru alveg kostulegir í sínum hlutverkum, sem ég bjóst alls ekki við að neinu leiti. Fyrir utan húmorinn sem þeir tveir koma með þá er Wahlberg með eina minnugustu persónuna í myndinni. Svo eru aðrir í aukahlutverkjum sem komu vel fram, Ray Winstone, Martin Sheen, David O'Hara, Mark Rolston og Jack Nicholson. Þrátt fyrir frábæran leik hjá Nicholson þá var ég ekki alveg viss með niðurstöðu persónu hans, mér fannst hann ýkt geðbilaður, meira en svo þurfti. En allt þetta sem ég sagði gefur til að kynna vel skrifað handrit með skemmtilegum og eðlilegum samræðum og persónusköpun sem oftar en ekki kom vel á óvart. Mér leið eins og ég væri að horfa á forngríska sápuóperu sem gerist í nútímanum, en þá meina ég það á mjög góðan hátt. Ég hef ekki séð Infernal Affairs, asísku myndina sem átti upprunalegu hugmyndina fyrir The Departed svo ég get engan vegin sagt um munin milli þessara tveggja mynda svo ég var alls ekki viss við hverju ég átti að búast, það má deila um hve góðar myndirnar hans Scorsese hafa verið seinustu ár. Persónulega fílaði ég þær allar en þetta er án efa besta mynd Scorsese síðan allavega Casino jafnast nokkurn vegin við Goodfellas. Fyrir svona kvikmyndaár eins og 2006, þá er getur The Departed auðveldlega sitið í hásæti ársins, þ.e.a.s ef engin önnur betri kvikmynd kemur út fyrir áramót. The Departed er nákvæmlega það sem ég hef beðið eftir að sjá þetta árið, og ég vil meira af þessu, og þess vegna gef árinu ennþá tækifæri. Til þess að ljúka umfjölluninni þá vil ég að lokum undirstrika það að The Departed er mynd sem á það skilið að vera kallað meistaraverk, ég vil helst þó bíða og sjá myndina allavega sjá hana einu sinni enn til þess að geta dæmt um það með nákvæmni, en þetta er besta mynd ársins hingað til, hún kom mér alls ekki að vonbrigðum og ég held að hún muni ekki koma neinum að vonbrigðum.
"Well, Whoop-Dee-Fucking-Doo."
Sindri Gretarsson.
laugardagur, október 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er sammála þér, nema að mér finnst The Departed ekki nærri jafn góð og Goodfellas en hún slær hinar myndirnar hans Scorsese neðar á listann. Goodfellas í fyrsta og The Departed í öðru, en ég er auðvitað huge Goodfellas fan. To each his own.
Skrifa ummæli