Sindri Gretarsson 3. nóvember 2006 **1/2 af ****
Þetta er gamanmynd sem virkar eins og hún á að vera, skop af bandarískri menningu og fáfræði þess í augum Kasakstanbúa sem er þó alveg jafn fáfróður og tillitslaus og kanarnir í myndinni, en á öðruvísi hátt. Af þessum ástæðum er áhorfandinn að hlægja að nánast öllu sem gerist og öllum sem koma fram, þá sérstaklega honum Borat. Það er ferðalagið í myndinni sem skiptir máli en ekki hvert ferðinni er haldið því söguþráður myndarinnar er gífurlega innihaldslaus, fylgst er með Borat kynnast hinu og þessu tengt Bandaríkjamönnum, allt frá gyðingum til feminista en það þreytir á athyglinni hjá manni en þar sem myndin reyndist mjög stutt þá sakaði ekki mikið um það. Sacha Barton Cohen sýnir auðvitað frábæran leik, hann reynist ennþá vera einhver alskemmtilegasti karakterleikari samtímans en það er varla meira sem hægt er að segja en þetta, Borat er fyndin og skemmtileg og kemur sínu fram.
Assalaamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
föstudagur, nóvember 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli