laugardagur, september 23, 2006

"The Great Morpheus, we meet at last..."

Þetta eru línur Agent Smith í fyrstu Matrix myndinni eftir að Morpheus kastar sjálfum sér gegnum vegg í baðherbergi beint á Smith til þess að bjarga Neo.

Og þetta er einmitt atriðið sem ég og vinur minn Þór unnum saman við að endurgera í skólanum seinasta fimmtudag, þetta og bardagann sem átti sér stað eftirá.

Eftir u.þ.b tíu daga bara í því að byggja sviðið fyrir atriðið, þá þurfti að hanna sér vegg til þess að hoppa í gegnum, múrsteina til þess að eyðileggja, vask og klósett sem brotna við snertingu, og ekki gleyma, aðferðir til þess að beygja þyngdaraflið. Það eina sem við höfðum voru tvö reipi, eitt sem fest er við mjaðmirnar og annað sem hægt er að halda í, en tökurnar virkuðu bara helvíti vel og þá sérstaklega miðað við það sem við höfðum.

Ég sjálfur þurfti að leika Agent Smith, þar sem ég hef gjört svo áður í hinum mistæku Fylkis-kvikmyndum.

Þetta var án efa erfiðasti tökudagur sem ég hef lent í, byrjað var klukkan 10:00 um morguninn, hvorki ég né Þór sváfum neitt af viti fyrir daginn og við kláruðum ekki tökurnar fyrr en 01:30 um nóttina, og eftir það fylgdi frágangurinn sem voru aðrir tveir klukkutímar af stanslausri vinnu.

Ég og Nökkvi vinur minn sem þurftum að lemja hvorn annan erum báðir nokkuð eyðilagðir eftir daginn, fyrir utan að ég óvart lamdi hann nokkrum sinnum til blóðs þá komumst við lífs af að mestu leiti. Við eigum nógu mörg sár á okkur til þess að gleyma þessum degi aldrei.

Skotið þar sem hann Nökkvi stekkur gegnum vegg og beint á mig var gert alveg nákvæmlega eins og í myndinni, og ég hef sjaldan verið jafn stressaður, ekkert til þess að mýkja lendingu, enginn sem kann á stunts að hjálpa til nema við sjálfir.

Í heild sinni gæti þetta hafa verið besti tökudagur hingað til, reynslan hækkaði upp um mörg stig eftir þennan eina dag, við komumst endanlega að því að það er ekkert sem ekki er hægt að gera. Sumt virkaði betur en annað, en í heildinni þá kom þetta vel út og allt þetta basl varð vel þess virði.

Hvað sem mun gerast, skal ég reyna segja ykkur frá seinna...


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert heimskur.

Nafnlaus sagði...

Já, sindri þetta var allt vel þess virði, ég sé ekki eftir neinu, við lærðum mjög míkið af þessu.
Ég er gjörsamlega sáttur með þetta allt samann.

PS: við erum bestir, og eftir að fólk mun sjá þetta getur það ekki neitað því heldur. Ég er samt aðeins betri en þú.

Nafnlaus sagði...

Þór, þú ert kelling...