sunnudagur, september 17, 2006

Nacho Libre

Sindri Gretarsson 17. september 2006 **/****

Ég er ekki viss hvað á að kalla þessa mynd, fáranleikamynd mögulega. Nacho Libre er venjuleg ´overcoming obstacles´ hetjumynd aðeins nú er það hinn skemmtilega feiti Jack Black að leika hálf Skandinavískan og hálf Mexíkóskan munk í Kaþólsku klaustri, hann hefur þráð að verða glímukappi síðan á ungum aldri, og loks fær það tækifæri og ætlast til þess að nota peninginn til þess að hjálpa munaðarleysingjunum í klaustrinu. Með hjálp hjá heimilislausum fáranlingi sem hefur hrossatennur, og traust hjá mjög aðlaðandi nunnu þá verður hann einn aðalkeppinauturinn í átt að sigri. Myndin er skondin á pörtum, jafnvel fyndin stundum, en innihaldið virkar mjög veikt fyrir lengdina á myndinni, og húmorinn var ekki alveg að halda myndinni uppi. Einn aðaltilgangur myndarinnar er þetta tilgangsleysi sem ræður ríkjum fyrir húmorinn, án þess hefði myndin líklegast verið frekar leiðinleg. Ég gekk út eftir myndina og fann ekki fyrir neinu, Nacho Libre er tilgangslaust rugl, en miðað við það, þá var hún allt í lagi sem einfalt áhorf.


Assalaamu Alikum.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: