þriðjudagur, september 05, 2006

Uppáhalds...

KVIKMYNDIR

The Shawshank Redemption, Fight Club, Citizen Kane, Goodfellas, Godfather, Chinatown, Seven Samurai, Schindler's List, Lord of the Rings, Pulp Fiction, Reservoir Dogs...

...allt myndir sem eiga það sameiginlegt að vera stanslaust settar á topp 10 lista yfir bestu kvikmyndir allra tíma.

Þegar ég spyr aðra kvikmyndasénía hvaða myndir þeir halda uppá og nefna þrjár eða fleiri af þessum myndum þá á ég oft bágt með að trúa þeim eða taka þeim alvarlega.

Tíu uppáhaldsmyndirnar mínar, ekki þær bestu, aðeins þær sem ég dýrka mest af öllu... (Listi sem mun án efa breytast töluvert gegnum árin)


1)

Hef haft "soft-spot" fyrir Gladiator síðan ég sá hana í bíó.


2)

Eitt best gerða meistaraverk allra tíma, óendalega vel gerð, efnið er dýrlegt, myndin er af Guði.


3)

Elska þessa meira eftir hvert einasta áhorf, besta "buddy" mynd sem til er, engin kemur nálægt.


4)

Myndin er námsefni fyrir góða persónusköpun, myndatöku, og almennri kvikmyndagerð yfirleitt.


5)

Þarf að segja af hverju? Besta sýra sem ég hef tekið...

6)

Mynd sem er dæmigerð á topplistum, sá hana fyrst átta ára gamall og hef elskað hana síðan þá.


7)

Svipað og Gladiator, mynd sem ég sá ungur og síðan þá hefur hún aldrei breyst í áliti hjá mér.


8)

Önnur Darabont mynd sem er frábær, líkt og Shawshank þá hefur hún fullkomna sögusetningu.


9)

Ein af þessum gömlu klassísku sem ég hef alltaf haldið mikið uppá.


10)

Af þeim þrjátíu myndum sem berjast um seinasta sætið þá gef ég Chaplin það, mynd sem ég nýt þess að horfa á.

Ýmsar aðrar: The Matrix, Goodfellas, Platoon, Lord of the Rings, Kingdom of Heaven Director's cut, Kiss Kiss Bang Bang, The Last Samurai og margar fleiri...


___



KVIKMYNDATÓNLIST

Nýlega hef ég rekist á þó nokkra vefi og umræður sem fjalla um tíu bestu kvikmyndalög/tónlist allra tíma. Hjá gagnrýnendum er listinn yfirleitt, Citizen Kane, Robin Hood, Schindler's List og Lawrence of Arabia.

Af öllum kvikmyndum þá er þessi í uppáhaldi gagnvart kvikmyndatónlist...



Hver sem hefur séð þessa mynd mun segja svipað og ég, ég myndi deyja ánægður ef ég vissi að þessi tónlist yrði spiluð á jarðaför minni.


Ýmsar Aðrar: Chaplin, Gladiator, Unbreakable, Ninth Gate, Braveheart...


___



KVIKMYNDATAKA

Þegar ég horfi á kvikmyndir þá pæli ég næstum því mest um kvikmyndatökuna, og af öllum myndum sem ég hef séð þá eru það þrjár myndir sem hafa mína uppáhaldsmyndatöku...


1)

Alglæsilegasta kvikmyndataka sem ég hef séð, stórkostleg að öllu leiti, John Mathieson er snillingur.


2)

Robert Richardson, annars snillingur í myndatökuheiminum, myndatakan hér er fullkomnun.


3)

Myndataka til þess að slefa yfir, enn annar snillingur, Conrad Hall sem lést eftir þessa mynd, Road to Perdition var hátindurinn hans, ég efa að hann sjálfur hefði nokkurn tíman getað toppað hana.


Ýmsar aðrar: Last of the Mohicans, Citizen Kane, Lawrence of Arabia, United 93 og aðrar sem ég er að gleyma í augnablikinu...


Nóg í bili...


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: