Sindri Gretarsson 25. ágúst 2006 ***1/2 af ****
Loksins fékk ég að sjá United 93, mynd sem ég hef beðið lengi eftir sem fjallar um eitt viðkvæmasta efni sem hægt er að fjalla um þessa dagana. Það er alltaf gaman að spurja hina og þessa um, hvar varst þú 11. september 2001? Tveimum klukkutímum áður en að American 11 fluginu var rænt af Boston flugvelli, var ég einmitt þar að millilenda til þess að taka flugið mitt heim til Íslands. Á meðan flugránin áttu sé stað var ég að horfa á klippta útgáfu af One Night at McCool's í flugvélinni og á meðan United 93 hrapaði þá var ég líkt og flestir íslendingar, fastur fyrir framan sjónvarpið að horfa á einn merkilegasta sögulega atburð lífs míns. Það er alls ekkert fyndið við þetta, en samt þá finn ég fyrir grimmu kaldhæðnislegu brosi þegar ég hugsa um það, og hve heppin ég skuli hafa verið að hafa tekið flugið áður en þetta gerðist. Nú um myndina, ég get með ákveðni sagt að United 93 er ein besta mynd sem ég hef séð á árinu. Paul Greengrass heldur svipuðum stíl og hann gerði í Bloody Sunday, tónlistin er nær engin, myndatakan er nánast öll með höndum, en það besta sem hjálpaði verulega til með að skapa raunverulega tilfinningu var að nota óþekkta leikara í hlutverkunum. Sumir leika sig sjálfa þó, Ben Sliney sem var flugvallastjórnandinn 11. september á Boston flugvelli leikur sig sjálfan sem reyndist vera nokkuð stórt hlutverk. Ég þekkti þó nokkra leikarana þarna af og til, t.d þá var David Rasch sem lék í gömlu Sledge Hammer þáttunum þarna, en engir stórleikarar koma fram neinstaðar. Það er misjafnt hvernig fólk mun dæma þessa mynd, sumum finnst þetta vera of snemmt, sjálfur finnst mér ekkert vera að þessu þá sérstaklega ef myndin segir eitthvað af viti. United 93 er ekki pólitísk mynd, en það sem kom mér á óvart er það að Paul Greengrass sýnir líka hvernig ræningjunum líður gegnum allt ránið þá aðallega hjá einum sem átti víst að hafa flogið vélinni til hrapsins. Hann er ekki sýndur sem alskeggjaður Talíbani með AK-47 öskrandi ´Allah Akbar´ heldur sem gersamlega venjulegur maður, þó svo enginn veit með vissu hvað nákvæmlega gerðist í fluginu þá sýnir Greengrass þennan mann sýna mikinn hika við að gera þetta og það reyndist auðvelt fyrir mig að setja sjálfan mig í hans spor. Án þess að lýsa öllu nákvæmlega og eyðileggja myndina, þá verð ég að segja að Greengrass er mjög sanngjarn gagnvart efninu, en örugglega leyfir sér aðeins meira um að giska um raunverulegu atburðina heldur en hann mátti. Ég hef ekkert vandamál með það á meðan það sé eitthvað vit í því, en ég sé alveg fyrir mér einhver Kana brjálast út af þessu, þó svo að mikill hluti manna sem dóu voru ekki bandarískir þá er væmnin bakvið þennan atburð nánast gersamlega á þeirri hlið. United 93 er líka alveg rosalega spennandi mynd, þó svo ég vissi nákvæmlega hvað myndi gerast þá vildi ég alltaf sjá meira, lokin á myndinni skemma á manni heilann þau eru svo magnþrungin. Þetta er mjög alvarleg drama, þetta er ekki Harrison Ford að leika hermann í flugvél að bjarga heiminum frá íllum Rússum, hver sem sér þessa mynd verður að dæma hana samkvæmt því efni sem hún er byggð á, en ef einhver mun hata þessa mynd og hefur kjarkinn til þess að gefa henni slæman dóm þá endilega gerðu það, ég væri til í að sjá það. Ég er spenntur við að sjá hvort World Trade Center nái að toppa United 93 því það myndi vera erfitt.
Assalaamu Alaikum (kannski hentar sú kveðja sig ekki alveg þetta skiptið)
Sindri Gretarsson.
föstudagur, ágúst 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli