laugardagur, ágúst 26, 2006

Thank You for Smoking

Sindri Gretarsson 26. ágúst 2006 ***1/2 af ****

Thank You for Smoking er í raun Lord of War aðeins um tóbakko, og eins og er Lord of War þá fjallar myndin um mannin bakvið vöruna. Það er ekki verið að segja fólki að hætta að reykja eða ekki reykja, rétt eins og Lord of War var ekki að segja fólki að ekki eiga skotvopn. Boðskapurinn er mjög sanngjarn, viturlegur og ekki gagnrýninn á neinn eða neitt og svipað og Lord of War, þá er húmor mikill drifkraftur sögunnar, húmor og auðvitað aðalpersónan sem er leikin nokkuð helvíti vel Aaron Eckhart. Handritið einkennist af köldum húmor, forvitnilegum persónum og mjög óhefðbundnari atburðarrás. Myndin fjallar um þennan sígarettu-talsmann sem reynir að breyða út góðvild skilaboð frá tóbakkófyrirtækjum á meðan hann reynir að vera góða ímynd sonar síns. Það er mjög vel gert hvernig handritshöfundurinn nær að skrifa svona persónu og ná áhorfendanum á hennar hlið, þrátt fyrir að perónan skuli hafa frekar erfitt og umtalað starf þá er mjög auðvelt að líka vel við þennan mann því hann nær að koma öllu sínu málefni fram og hann getur útskýrt af hverju hann getur það og af hverju hann gerir það. Leikaraliðið er stórt, flestir leika þó í rétt svo einu atriði eða sjaldan fleiri, t.d Rob Lowe, Robert DuVall og Sam Elliot koma rétt svo fram í þrjár mínútur af myndinni. Það er mjög skondið að vita að leikstjórinn Jason Reitman sé sonur leikstjórans Ivan Reitman og hefur svo ungur á aldri gert mun betri mynd en pabbi hans hefur gert á öllum sínum starfsferil. Thank You for Smoking er líklega ein af betri myndum ársins því það einfaldlega hafa ekki komið það margar góðar hingað til, hér er á ferð mjög léttlynd og notaleg kvikmynd sem er auðvelt að hafa gaman af, þetta er ekki prédikun gegn tóbakko heldur mynd um sjálfstæðar ákvarðanir. Ég gekk útúr bíóhúsinu mjög sáttur og er á þeirri skoðun að þrjár og hálf stjarna sé mjög sanngjörn einkun fyrir Thank You for Smoking.


Assalaamu Alikakum.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: