sunnudagur, ágúst 20, 2006

Tales of Germania

Ég er kominn aftur til Íslands, og með mér kom ljósið. Þar sem ég er Guð allra og allir elska mig.

Ég ætla að útskýra ferðina í myndasögum... þar sem fólk er heimskt og án ímyndunarafls og þarf myndir til þess að skilja hluti.



Fyrsti dagurinn minn í Leonberg á bar að reykja vindling, drekka Bailey's og spila poker.



Og hérna er hann Þór, hálf íslenski hálf germaninn. En eins og greinilega sést, þá er ég fallegri.





Dagur númer tvö, ég og Þór fórum á fillerí. Þarna sérðu mig að drekka Mai-Tai, gvuð hvað það er glataður drykkur.



Og hérna er Þór að drekka sama drykkinn. Ég bendi á að ég er fallegri jafnvel þegar ég gretti mig.





Ég að sýna afbragðsleik sem mann í dauðlegum aðstæðum. Hvar er óskarinn minn?



Þór að brosa. (Ég er ennþá fallegri)





Ég í Wurzburg að ræða við styttu, það er svakalegt hve mikla visku stytta getur gefið manni.



Þór að fá útrás á angist sinni gagnvart samfélaginu.





Aftur í Leonberg á bar, í þetta skipti að horfast augu við áfengislöngun mína. Fyrir aftan mig situr hann Patrick, þýski vinur hans Þórs.



Þór að taka upp mig langandi áfengi.





Ég á baðherbergi eftir að hafa verið á strippklúbbi.



Þór með strippgellu, já hún reyndi við hann, en tvær reyndu við mig. Sem sannar enn fremur hvor okkar sé fallegri.


Það sem gerðist eftir strippklúbbinn er Rated NC-17...



Rotenburg, miðaldarbær. Aðalturn af borgarmúr sem hefur staðið í meira en 700 ár.



Barnalegt, en skemmtilegt.



Enda var ég ekki sá eini.



Too cool to exist. Rotenburg breyttist að eilífu eftir okkar brottför.





Hita upp fyrir Massive Attack tónleikana í Düsseldorf, fjórir bjórar á mann er lágmark.



Þór er Massive Attack gelgjan, þetta var líklega örlagaríkasti dagur ævi hans.





Skoða Düsseldorf, mjög þreytulegur eftir tónleikana.



Lestastöðin og heimferð.





Sindri The Hitman.



Þór The Hitman.





Seinasti dagurinn, Þór að fela þunglyndi sitt með kaldhæðni.



Ekki nógu slæmt að við séum að fara aftur til Íslands, heldur þurfum við að bíða í röð til þess að komast þangað.



Þetta voru aðeins 24 ljósmyndir af 900 sem ég tók í Þýskalandi, svo þetta er aðeins mjög stutt útgáfa af ferð minni þangað.

Ég keypti 23 DVD myndir:

1) The New World
2) Munich
3) Boogie Nights
4) Léon - The Professional director's cut
5) The Frighteners director's cut (4 diska sett, báðar útgáfur)
6) Dances with Wolves director's cut (4 diska sett báðar útgáfur)
7) Breakdown
8) Congo
9) Chasing Sleep
10) The Ninth Gate
11) Barton Fink
12) Miller's Crossing
13) Road to Perdition
14) Human Traffic
15) Dominion: Prequel to the Exorcist
16) Crimson Tide
17) Butterfly Effect director's cut (báðar útgáfur)
18) True Lies
19) Platoon Gold Edition
20) The Machinist
21) Strange Days
22) Der Untergang (sjónvarpsútgáfan)
23) The Insider

Svo keypti ég mér Packard Bell VIBE500 Mp3 spilara sem spilar videofæla, ljósmyndir og allt það... 30bg og kostaði um 19.000 krónur.


Mjög skemmtileg ferð, að gleyma henni verður gífurlega erfitt.


Assalaamu Alaikum.






Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Hahahahahahahaha!!!

Myndin þar sem þú ert með tvo bjóra er fullkomlega óborganleg!