mánudagur, júlí 17, 2006

Heat

Sindri Gretarsson 17. júlí 2006 ***1/2 af ****

Hvaða kvikmyndaðdáðandi sem ég þekki segir það sama, ´Heat er geðveik!´. Sem er satt, Heat er kolbrjáluð, grilluð, ofurheit og gersamlega djúpsteikt að gæðum, ég afsaka ofnotkun mína á lýsingarorðum tengd hita. Ein af ástæðunum bakvið þessa fullyrðingu er sú að Al Pacino og Robert DeNiro loksins deila senum saman í myndinni sem andstæður í glæpaheimi Los Angeles sem Vincent Hanna og Neil McCauley, Pacino löggan og DeNiro bófinn. Sú skilgreining er hinsvegar mjög takmörkuð miðað við flækjurnar sem Michael Mann skapar milli ´góðra og vonda manna´. Samkvæmt Mann sjálfum þá reynir hann að skapa þrívíddina allstaðar í myndunum sínum, sama hvaða staður eða persóna gæti verið til staðar og sama hve lítið eða lengi sú persóna eða sá staður kemur fyrir. Þetta gagnast myndirnar hans mikið á þar sem þær flest allar gerast í nútímanum og í borgarlífinu, án þess þá væri umhverfið líklegast dautt, án þess að geta tengt það við fólkið sem býr þar, hljómar rökrétt. Helsti tilgangurinn sem Heat þjónar, er sálfræðin bakvið glæpalífið, myndin er skrifuð sem sálfræðidrama með óneitanlega geðveikum hasarsenum inn á milli. Stíllinn þjónaði auðvitað sínum tilgangi, en án þessari sálfræði þá hefði myndin fallið niður í miðjumoð. Fyrir utan sálfræðina þá er eitt það sem gerði Heat svo eftirminnanlega voru byssuhljóðin í klassíska bankaráninu, ekki endilega ránið sjálft sem var þó geðveikt heldur þessi ótrúlega raunverulegu byssuhljóð sem sprengdu á manni eyrun, án þeirra þá get ég varla ímyndað mér hvernig senan hefði verið, og þá hvaða sena í myndinni sem hafði byssuskot. Al Pacino og Robert DeNiro gera myndina ódauðlega, þetta eru tveir risar að stangast saman sem allir þekkja, líkt og að horfa á heimsmeistarakeppni í boxleik eða eitthvað svipað. Ég hef líka aldrei séð neina manneskju reyna leika dauða/hálfdauða manneskju jafnvel og hún Natalie Portman, þó svo hún hafi varla verið fjórtán ára gömul á þessum tíma þá var hún áberandi hluti af sögunni, sama með Diane Venora gagnvart Al Pacino þá. Val Kilmer, sem er alltaf góður að mínu mati er það líka í Heat sem frekar daufur karakter en þrátt fyrir það mjög mikilvægan, sérstaklega í garð Robert DeNiro's, sama með Amy Brenneman. Svona gengur það, koll af kolli, eins og vefur, hver einasta manneskja og persóna leiðir að lokum til Pacino og DeNiro og það er aðeins rökrétt að enda myndina á þeim tveimum. Aðeins einn þeirra kemur lífs af og aðeins þá geturu ákveðið á hvorri hlið þú stendur, sjálfur er ég á báðum áttum enda er persónusköpunin einfaldlega alltof góð hjá hvortveggja karakterum. Heat stendur uppi að mínu mati sem ein af bestu myndum tíunda áratugsins, og ein besta mynd Michael Mann's, og ein besta glæpamynd allra tíma.

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: