Sindri Gretarsson 2. júlí 2006 ***1/2 af ****
Firefly er eitt besta dæmi um þáttamorð sem hægt er að finna, eftir aðeins fjórtán þætti þá ákvað Fox að klippa á þráðinn og hætta með Firefly út af, sagt er, ekki nógu miklu áhorfi. Lokaþátturinn endar út í bláinn, það er greinilegt að það var hætt við framleiðslu mjög snöggt því það eru engin lok til staðar. Þar kemur kvikmyndin Serenity til staðar nokkrum árum seinna til þess að binda þræðina aftur saman. Miðað við góðu dómana sem bæði þættirnir og kvikmyndin fær þá þarf ennþá að berjast fyrir því að halda Firefly áfram, því miður þá gekk myndinni ekkert sérstaklega vel í bíóhúsum sem er nánast búið að útiloka möguleikana fyrir framhaldsmynd. Það sem er einstakt við Firefly er að hver einasti þáttur er frábær, með flestum þáttaseríum þá eru nokkrir frábærir þættir en þó nokkrir ekkert merkilegir. Ég er yfirleitt ekkert mikið fyrir Joss Whedon en hann fær mitt hrós fyrir Firefly, það sem heldur Firefly uppi eru persónurnar, það eru engar rosalegar tæknibrellur eða megahasar til staðar, nánast einungis persónurnar að ruglast í hvort öðru. Joss Whedon kann svo sannarlega að skrifa handrit, þar sem hann nær svo auðveldlega að halda manni háðum öllum fjórtán þáttunum, allavega lenti ég í því að horfa á alla þættina í röð án pásu. Sem betur fer þá hafa þessir þættir öðlast stóran fan-base og kult frægð en ég skil samt ekki þar sem þessir þættir hafa einn stærsta fan-base í heimi að ekki sé hægt að endurvekja þá eða allavega búa til framhald af kvikmyndinni sem jafnaðist vel við þættina í gæðum. Mögulega er Firefly einfaldlega með slæmt karma og að deyja fyrir sinn tíma eru örlög þessara þátta, vond örlög fyrir svona góða þætti.
Assalaamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
sunnudagur, júlí 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli