fimmtudagur, júlí 20, 2006

Chaplin

Sindri Gretarsson 20. júlí 2006 ***1/2 af ****

Chaplin reynist vera gleymd kvikmynd, ég þekki nánast enga sem hafa séð hana né vita af henni og þeir sem eldri eru muna varla eftir henni. Það muna allir hinsvegar eftir Chaplin sjálfum, án þess að bulla og blaðra um hið augljósa þá held ég að allir geta verið sammála um snilldina sem Chaplin skapaði og skildi eftir sig. Robert Downey Jr. skilur eftir sig sína eigin mestu snilld sem Chaplin, og er það án efa hans besta hlutverk. Hann nær töktunum, skapgerðinni og mest af öllu húmornum jafn vel og Chaplin sjálfur, hann leikur einnig Chaplin gallalaust á eldri árum þó svo hann hafi varla verið 27 ára við tökur. Fjallað er um líf Chaplins alveg frá 1895 þar til 1973 aðalega um hans villta líferni á þessu tímabili, mögulega þá er fjallað meira um slæmu/óeðlilegri hliðar lífs hans heldur en góðu/eðlilegri. T.d mörgu samböndin sem hann hafði með stelpum undir lögaldri og öll hjónaböndin hans sem flest enduðu í ringulreið. Sjálfum finnst mér lítið slæmt um það sem var sýnt, kvikmyndin gaf mjög athyglisverða sýn á líf hans og sérstaklega tímabilinu sem hann lifði. Að sjá Chaplin kynnast kvikmyndaheiminum við byrjun tuttugustu aldarinnar lætur mig alltaf vilja að vera í hans sporum, enda er Hollywoodland í Chaplin sýnt eins og hið besta Eden. Fyrir utan Robert Downey Jr. þá er andskoti stórt aukaleikaralið til þess að hjálpa til, Kevin Kline, Dan Aykroyd, Kevin Dunn, Diane Lane, James Woods, Marisa Tomei, Milla Jovovich og Geraldine Chaplin, dóttir Charles Chaplin. Alveg eins og Gandhi þá er Chaplin mjög vel gerð biopic eftir hann Richard Attenborough, mjög litrík og áhugaverð kvikmynd um manneskju sem skapaði ódauðlegar goðsagnir, sem er mikið magn að bera fyrir leikara eins og Robert Downey Jr. En hann tók það allt og meira, og átti einnig óskarinn skilið sem hann fékk ekki árið 1993. Ég vona að þessi mynd fái að lifa lengur í minningu manna, frammistaða hans Downey er alveg nóg til þess að lofa góðu fyrir alla sem sjá hana.

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: