sunnudagur, júní 11, 2006

Master & Commander: The Far Side of the World

Sindri Gretarsson 11. júní 2006 ****/****

Það eru ákveðnar myndir sem verða betri eftir annað áhorf, oft er það út af ruglingi eða skilningsleysi við fyrsta áhorf, stundum er það jafnvel út af slæmu skapi sem getur haft slæm áhrif á álit manns. Master & Commander: The Far Side of the World hinsvegar verður betri og betri eftir hvert einasta áhorf, ég sá hana í bíó til að byrja með, álitið mitt var á góðum nótum en aðeins rétt svo. Mér fannst hún langdregin, oft leiðinleg og innihaldslaus, þar sem ég bjóst við stríðsmynd og miklum hasar þá kom það mér að vonbrigðum að svo mikið væri einbeitt á persónunum í staðinn. Mögulega var ég einfaldlega í ekki svo góðu skapi. Seinna meir ákvað ég að gefa myndinni annað tækifæri, og það sannaði sig vel, ég tel Master & Commander vera bestu mynd 2003 (Return of The King líka), og ein uppáhaldsmyndin mín. Ég horfði framhjá fyrrum væntingarnar og sökk lengst inn í söguna, myndin er frábært dæmi um vel skapaðar persónur, enda er leikurinn líka í hæsta flokki. Russell Crowe og Paul Bettany bera myndina upp á hásæti allan tímann, svo er líka mikið úrval af aukaleikurum en þó aðallega óþekktir, Billy Boyd fékk þó skemmtilegt hlutverk en þó ekkert of áberandi. En það sem er áberandi eru mjög misjafnir dómar og mismunandi álit sem hafa borist gagnvart myndinni, Master & Commander er ekki mynd sem öðlast ekki aðveldlega mikinn ´mass appeal´. Margir, líkt og ég gerði, finnst Master & Commander einfaldlega leiðinleg því aðalgallinn við myndina er að ef þú fellur ekki fyrir persónunum þá muntu ekki geta fílað myndina. Þetta er tveggja klukkutíma persónusköpum með smá hasar inn á milli, allur hasarinn er þó glæsilega gerður, Master & Commander hefur líklega einhverja besta hljóðvinnslu sem kvikmynd hefur að bjóða og það borgar sig sérstaklega hér með risa fallbyssum og orrustum á sjó. Myndin minnir mig mikið á gamaldags kvikmyndir á þann hátt, líkt og Spartacus, Great Escape og Lawrence of Arabia, allt frábærar myndir sem beina einbeitingunni aðallega á fólkinu og persónuleikum þeirra, fyrrum sögur og hugsanir. Það er þó áhættan bakvið myndina, til dæmis það er aðeins ein kona í allri myndinni sem kemur fram í um það bil tíu sekúndur, ef Master & Commander hefði verið dæmigerð Hollywood ræma þá hefði verið reynt að kremja inn einhverja leiðinlega ástarsögu inn á milli sem hefði líklega dregið myndina niður að miklu leiti. Það er einnig þessi raunveruleiki bakvið gerð myndina sem hjálpar verulega, sýnt eru góðu og slæmu hliðar lífs á sjó, fólk er óhreint, líður illa og særist alvarlega enda gerist myndin á byrjun nítjándu aldar. Til þess að summa þessu öllu, Master & Commander: The Far Side of The World er tveir klukkutímar um vináttu skipstjórans Jack Aubrey/Crowe og læknisins Stephen Maturin/Paul Bettany og fyrir suma er þetta örugglega ekki mynd sem auðvelt er að fíla, en ég hvet alla sem finnst svo að gefa henni annað tækifæri því það breytti öllu fyrir mig.

Assalaamu Alaikum.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: