Sindri Gretarsson 14. júní 2006 ****/****
Ef það er eitthvað sem Frank Darabont kann að gera, þá eru það snilldar kvikmyndir. The Green Mile, nær á einhvern hátt að vera þrír klukkutímar að lengd og láta tímann fljúga beint framhjá manni. Ástæðan er einföld, sagan bakvið myndina gleypir mann og sleppur manni ekki þar til endastafirnir eru búnir. Eins og The Shawshank Redemption þá felur The Green Mile inn í sér þessa fullkomnu kvikmyndaða tækni til þess að koma sér að efninu, það er ekki eitt einasta skot í myndinni sem þarf að klippa út að neinu leiti, ekki eina einustu sekúndu. Þegar mynd hefur svoleiðis vandaða sögusetningu, þá krefst ekki aðeins rosalegs ímyndunarafls heldur vitund og kunnáttu yfir hverja einustu myndavélaraðferð og klippingaraðferðir og undan því handrit sem er pottþéttara en þyngdaraflið. Mín persónulega reynsla með The Green Mile er ein eftirminnanlegasta sem ég hef upplifað af einni ástæðu, í fyrsta skipti yfir kvikmynd þá fór ég að skæla eins og lítil stelpa í lokin. Ég ætti í raun að vera að vernda karlmennsku mína en The Green Mile á þetta skilið og ég fúslega viðurkenni það að endinn eyðilagði mig gersamlega. Hver sem er að lesa þetta ætti líklega að skilja hví ég persónulega gef myndinni fullt hús, það hafði aldrei gerst við mig að ég táraðist yfir neinu í neinni mynd áður, nema þegar ég sá The Green Mile í fyrsta skiptið. Síðan þá horfði ég á myndina aftur og aftur aðeins til þess að skoða allar aðra hliðarnar við gerð myndarinnar. Fyrir utan þetta pottþétta handrit sem yfirbugar þyngdaraflið (mjög fá handrit gera það) þá er það leikurinn sem fullkomnaði myndina, allt frá smávægilegasta aukahlutverki til Tom Hanks var nákvæmlega rétt eins og það var og þá sérstaklega Michael Clarke Duncan, ef hans hlutverk hefði floppað þá væri varla nein mynd til staðar. Persónurnar sem Darabont skrifaði (byggðar á sögum eftir Stephen King) eru allar svo yndislega táknrænar og auðvelt hægt að tengja við sitt eigið líf og sjálfan sig, það var þetta safn af karakterum sem heillaði mig svo gífurlega við myndina. Persónan sem stendur uppúr er sú mikilvægasta, John Coffey sem Michael Clarke Duncan leikur enda er sú persóna hjarta myndarinnar. Ég myndi lýsa The Green Mile eins og ein af þessum töfrandi myndum sem hafa gleðileg áhrif á mann en þó einnig smá þunglynd áhrif. Lokin á myndinni er ekkert nema harkaleg sálarkreppa sem hefur byggst upp um alla myndina, ég var það grafinn inn í söguna að ég var orðinn þvílíkt slappur eftir lokin með ekkert nema hugsanir um myndina fljúgandi í kollinum á mér. Stærsta kvörtunarefni gagnvart The Green Mile er yfirleitt um lengdina, það er augljóslega persónubundið því eins og skrifað að ofan, þá mér fannst lengdin fljúga framahjá við fyrsta áhorf og einnig við öll önnur áhorf eftir það. Ég má ekki gleyma tónlistinni, Thomas Newman sem einnig samdi tónlistina fyrir The Shawshank Redemption, American Beauty og Road to Perdition semur glæsilega tónlist með sínum róandi stíl sem passaði fullkomlega við myndina. The Green Mile er ein þessara snilldarmynd frá 1999 í hópi með Fight Club, The Matrix og American Beauty, mér finnst hún ekki toppa The Shawshank Redemption (þó hún klóri á tærnar hennar) en The Green Mile er sannarlega þess virði að sjá fyrir hvern sem hefur ekki séð hana.
Assalaamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
miðvikudagur, júní 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli