Mögulega er kominn tími fyrir eitthvað annað en kvikmyndagagnrýni á þennan vef minn þar sem tilgangurinn með honum er einnig til þess að tala um sjálfan mig. Svo að...
Vinnan: Ég elska vinnuna mína, hún er svo mikið krútt, ég fæ að leika mér í ömurlegu veðri út á landi með svörtum plastpoka og "hreinsa" landsvæðið með afli mínu. Til þess að lifa af þessa vinnu þá verð ég að stanslaust ljúga að sjálfum mér með einskonar setningum eins og skrifuð hér á undan. Breytið "elska" í fyrirlít og "krútt" í þunglyndi og þá koma í ljós mínar sönnu tilfinningar sem skulu hér með vera ósagðar...
En hví?
Einfalt, svarið er Deutschland. Ég og hálfgermaninn Þór förum til Þýskalands í ágúst til þess að lifa eins og konungar í nokkrar vikur. Allt frá Stuttgart til Munchen yfir til Dusseldorf, meðal þess Massive Attack tónleikar. Ég vinn AÐEINS til þess að eiga nógan pening til þess að eyða í Þýskalandi. Hve margar DVD myndir mun ég kaupa? Það er þó víst að ég mun kaupa Star Trek búninginn hans Data til þess að eiga fyrir grímuböll, ég er víst ágætlega líkur honum. Brennivín, tonn af mat, meira DVD, bíó... í stuttu "A true journey through the Western civilization". We shall have gay adventures and fornicate many large breasted female virgins. Yes... indubitably many.
Það styttist í 18. júní 2006, sem þýðir mitt nítján ára afmæli... Yay.
Ég hljóma alveg gífurlega níhilistískur, líklega því þessi vinna dregur út úr manni allan styrk og vilja... Ég fæ varla tíma til þess að hugsa um mitt dýrmæta handrit sem ég verð virkilega að fara að gera. Svona vinna gerir mann heimskan, stöðvar allan skapandi hugsunarhátt og þegar þú færð einhverjar hugmyndir er maður of þreyttur til þess að nenna pæla í þeim. Er það þess virði, á eftirsóknin eftir pening að hyndra mig til þess að gera það sem ég vil? Ég tek oft eftir þessari kerfisbundnari þróun innan í fólki, þá oftar í eldra fólki sem vinnur á sama stað og ég. Það er eins og það verður að heilalausum uppvakningum, reglur og valdaskipti verða mikilvægari heldur en rökhugsun og ímyndunarflugið, ég án þess er ekkert. Ef það er eitthvað í þessum heimi sem fellur illa á mig þá eru það reglur, enda hefur engum vinnustjóra mínum fílað mig í hvaða vinnu sem ég hef unnið.
Er ég vandamálið? Er það ég sem þarf að breytast? Á ég að leyfa þessum holdætandi uppvakningum að koma upp að mér og éta mig til lausnar? Eða á ég að halda uppi veggnum?
Ég kýs vegginn.
Nenniggi meiru...
Assalaamu Alaikum.
Sindri Gretarsson.
fimmtudagur, júní 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli