föstudagur, maí 19, 2006

The Last Boy Scout

Sindri Gretarsson 19. maí 2006 ***/****

Ef þú blandar saman Tony Scott, Bruce Willis og síst af öllu, Shane Black sem skrifaði Lethal Weapon, Last Action Hero og þessa mynd (og nýlega skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang) þá færðu vægast sagt skemmtilega blöndu. Shane Black formúlan er notuð eins og alltaf, sem þýðir að Last Boy Scout er buddy-mynd, eða tvíeykismynd sem fjallar um Joe einkaspæjara og Jim fyrrverandi ruðningsboltaleikmann sem uppgötva glæpahring innan um ruðningsboltaheiminn. Mikið af ofbeldi, mikið af húmor, og Bruce Willis með mestu töffarastæla í heimi, Damon Wayans var alger tepra miðað við Willis þrátt fyrir að hafa staðið sig mjög vel. Ef þú fílar myndir eins og þær fyrrnefndu þá muntu fíla The Last Boy Scout í botn, engin spurning. Ég er á mörkunum að gefa myndinni þrjár og hálfa en ég leyfi henni í gegn með mjög sterka þriðju stjörnu, því minna á myndin alls ekki skilið.

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: