Sindri Gretarsson 20. maí 2006 **/****
Í stað þess að gera eitthvað nýtt, eitthvað óvænt þá gerir Da Vinci Code nánast það sama og bókin, enda leið manni eins og maður væri að horfa á einhverja ódýra smásögu á skjánum. Ron Howard er alls ekki maðurinn til þess að leikstýra svona mynd, hann ætti að halda sig við Russell Crowe og sögur sem gerast fyrir allavega fimmtíu árum síðan. Hann er alltof hefðbundinn og kann greinilega ekki að skapa neinar spurningar fyrir áhorfandann. Gersamlega spennulaus, myndatakan var að svæfa mig, meiraðsegja leikararnir voru gangandi lík og þá Tom Hanks meðal þeirra. Sá eini sem sýndi verðuga frammistöðu var Ian McKellen og mögulega Paul Bettany. Eina sem ég gat séð í Da Vinci Code voru fjölmörg misheppnuð tækifæri, í staðinn fyrir frjótt ímyndunarafl þá fær maður bara bókina beint á skjáinn á óathyglisverðasta hátt sem hægt er að sjá hana, og mér fannst bókin alls ekkert sérstök. Það gerðist þó að brett var upp á áhugann en þá aðallega þegar Ian McKellen byrjaði að röfla um fortíðina með mjög flottum endurlitum, en jafnvel þá leið manni eins og maður væri viðstaddur í sögutíma, hver er þó skemmtilegri kennari en Ian McKellen? Einhvern veginn þá náði myndin aldrei til mín, þrátt fyrir að efnið bakvið söguna var athyglisvert þá gat myndin aldrei skapað neinar fléttur kringum það. Ég hafði vonast fyrir betri mynd, því miður þá er Da Vinci Code mikið vonbrigði, og á varla meira skilið heldur en tvær stjörnur.
Not so Gesundheit.
Sindri Gretarsson.
laugardagur, maí 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli