föstudagur, mars 17, 2006

V for Vendetta

Sindri Gretarsson 17. mars 2006 ****/****

Það má alveg gleyma því að gefa Sin City titilinn fyrir að vera besta myndasögukvikmyndin því V for Vendetta, kaffærir henni í sand og kveikir í henni og gerir það mjög auðveldlega. Ég veit að það hljómar gífurlega harkalega en það er sannleikurinn, þessi kvikmynd var svo ótrúlega stórkostleg að það var varla hægt að tala um það eftir sýningu, þessari mynd skortir nánast öll lýsingarorð sem duga réttilega til Þess að lýsa henni. Fyrir utan það að vera stórkostleg sjónræn mynd með glansandi innihald, þá grípur hún nútímastjórnmál og krossfestir þau, ég hef aldrei áður séð neina kvikmynd virkilega negla niður þetta hugtak um fasisma nema í V for Vendetta. Ég hef ekki lesið bókina eftir Alan Moore (eða réttara sagt, myndasöguna), en mig dauðlangar til þess, en ég trúi því vel að kvikmyndin nái gersamlega öllu úr myndasögunni sem skipti máli fyrir söguna, sama hverju hafi verið sleppt. Svo verður að hafa það á hreinu að V for Vendetta var leikstýrð af James McTeigue sem var aðstoðarleikstjóri Wachowski bræðranna við Matrix þríleikinn, en handritið var þó skrifað af Wachowski bræðrunum og framleidd, þessi McTeigue er greinilega alveg rosalegur leikstjóri. Ólíkt Matrix myndunum þá er V for Vendetta með töluvert færri hasaratriði, en þau sem koma fram eru svo fallegar að maður fær löngunina til þess að giftast myndinni, þetta eru þannig hasaratriði sem ég hef beðið eftir að fá að sjá í kvikmynd lengi, glæsileg atriði. Í fararbroddi er þó söguþráðurinn og mikilvægast af öllu, karakterinn V, sem er snilldarlega leikinn af honum Hugo Weaving sem er líklega einhver besti karakter leikari í leiklistarheiminum þessa dagana svo auðvitað hún Natalie Portman sem leikur hana Evey helvíti vel, ferillinn hennar hefur verið á góðri uppleið alveg síðan Closer kom út. Það er ekki verið að halda einhverskonar hraða á klippingu fyrir venjulega kvikmyndaáhorfandann, leyft er sögunni að móta sinn eiginn veg gegnum tímann, öll atriði eru í myndinni fyrir ákveðna ástæðu og í lokin þá falla þau öll saman og mynda heildarplanið. Myndatakan, geðveik, glæsileg, guðleg, hún er öll jákvæð lýsingarorð sem byrja á bókstafinum ´g´ og líklega þau jákvæðu lýsingarorð sem byrja á öllum hinum bókstöfunum líka. Eitt það merkilegasta við alla myndina voru hve mörg ´fuckyeah´ atriði voru til staðar, það eru þau atriði sem hvetja þig til þess að hoppa uppúr sætinu brosandi og öskra ´fuckyeah´ meðan þú klappar af kæti, af þessum ástæðum hef ég komist að því að V er einhver svalasti karakter allra tíma þar sem það var hann sem orsakaði öll þessi augnablik við áhorf. V for Vendetta er besta mynd sem ég hef séð á þessu ári og jafnvel betri en allar myndir sem voru frá árinu 2005, og það hefði V for Vendetta verið hefði henni ekki verið seinkað þar til nú. Svo ég segi bara ´fuckyeah´!


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: