Sindri Gretarsson 13. mars 2006 ***/****
Sama hve viðurstyggileg þessi mynd er þá hefur hún skemmtilega geðbiluð einkenni frá bókinni hans Bret Easton Ellis sem gerir Rules of Attraction svo áhugaverða. Bret Easton Ellis er sá sami sem skrifaði bókina American Psycho, sem samnefnda mynd er byggð á. Allt frá fjölbreyttum kynhneigðum til sjálfsmorða þá snýst myndin um persónur sem ganga gegnum helvíti í háskóla og allar tengjast að einhverju leiti saman. Það er engin niðurstaða í myndinni, í raun var engin spurning sett fram, enginn boðskapur eða neitt sem segir eða kennir manni, en það er mjög viljandi gert og að mínu mati er betra heldur en að reyna kremja einhverjum boðskapi í söguna, ég held að það hefði skemmt alla tilfinninguna bakvið myndina sem var mjög sett fram frá byrjun alveg til enda. Stílafbirgðin einnig hjálpuðu mikið með söguna, lét mig líða eins og eitthvað væri að í öllum senum, kannski er það ein ástæðan að fólk fær í magan að horfa á þessa mynd. Ég get ekki flokkað Rules of Attraction eftir sértökum gæðastimplum, hún er mjög sérstök, og alls ekki fyrir alla.
Gesundheit.
Sindri Gretarsson.
mánudagur, mars 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli