sunnudagur, mars 12, 2006

Match Point

Sindri Gretarsson 12. mars 2006 ***1/2 af ****

Woody Allen, er snilldar handritshöfundur, þetta þarf að undirstrika betur. Woody Allen, er snargeðbilaðslega snilldar handritshöfundur, handritið hefur einstaka persónusköpun hjá aðalpersónunum og Allen nær að plata mann gersamlega í atburðarrásinni. Handritið getur farið í eina stefnu og svo farið 180 gráður í hina áttina á einu augnabliki án þess að falla saman í skrípaleik. Engin furða að leikararnir voru svona góðir í myndinni, þau þurftu varla að leika, handritið gat alveg eins þulið sig sjálft upp á skjáinn. En það er ósanngjarnt, satt að segja voru þau Jonathan Rhys-Meyers og Scarlett Johanson fullkomin fyrir þessi hlutverk sín. Án þess að skrifa upp alla söguna þá er einfaldara að segja að Match Point sé um mann, sem hefur þurft að klifra upp allt sitt líf og lenti skyndilega í lukkupottinn, hann verður vanur lífstíli sem yfirtekur hann allan og svik og lygar verða ráðandi öfl þegar hann fer að halda framhjá konu sinni. Ég viðurkenni það að ég hafi vanmetið Woody Allen gífurlega, en aldrei aftur, nú þarf ég virkilega að taka mig til og fara að horfa á myndirnar hans, ég hef því miður ekki séð nóg af þeim. Match Point er ein af bestu myndum 2005, það er langt síðan að mynd hefur komið mér svona vel á óvart.


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: