föstudagur, mars 10, 2006

The New World (revised)

Tja... ég sá The New World aftur, þetta skiptið í bíó og með ömurlegum áhorfendahópi. Þá meina ég fólkið sem ég þekktir ekki í salnum. Ég ákvað að breyta umfjölluninni aðeins...

Sindri Gretarsson 10. mars 2006 ***1/2 af ****

The New World er sannkallað sjónrænt meistaraverk og ein af mjög fáum myndum frá 2005 sem ég gæti gefið fullt hús. Rómantísk hugsjón Terrence Malick á Ameríku, í þetta skipti notar hann sögu John Smith og Pocahontas sem grunnin, Smith sem er á leið með breskum innflytjendum til Ameríku árið 1607 eða núverandi Virginíu fylkis frekar sagt hittir Pocahontas, unga frumbúa og þau tvö eins og allir vita, verða ástfangin. Smith sem er mjög mikill andspyrnumaður og óhlýðinn lendir sífellt í vandræðum með yfirmenn sína og Pocahontas er elskuleg og leikmikil stelpa og þeirra ástarsamband er ekki ásættanlegt af hvorri hlið. Eins og Malick hefur gert áður þá einbeitir hann sér sjaldan að einni manneskju heldur nánast öllum hópnum, og grafið er djúpt í náttúrulíf Ameríku og vonir innflytjendanna í nýja heiminum. The New World er fullkomin kvikmynda-mynd, drifin af tónlist (notuð var mikið af Wagner tónlist) og kvikmyndatöku frekar en orðum og handriti, það kæmi mér varla á óvart ef Malick hefði hent handritinu í burtu meðan tökum stóð, hann hefur gert það áður, t.d við tökum á Days of Heaven. Myndin fer þó nokkuð vel eftir sögulegum heimildum, ég efa að flestir vita það að saga Pocahontas og John Smith sé sannsöguleg og New World er langbesta dæmi sem fylgir þeirri sögu annað en Disney teiknimyndirnar gerðar fyrir krakkana. Því miður þá dafnar krafturinn í sögunni töluvert við seinni hluta myndarinnar, ég hefði viljað gefa henni fullt hús en við lokin á myndinni þá var allur áhuginn að hverfa. Flestum mun líklega hundleiðast í bíó á þessari mynd, hvort það sé ekki nóg af hasar eða spennandi tónlist þá er New World bara alls ekki nógu grípandi fyrir flesta áhorfendur. Ég ráðlegg öllum til þess að forðast að blasta New World í einhverju partíi, það mun örugglega skemma það íllilega. En ef þú fílar myndir Malicks þá skaltu sjá New World, eitt besta dæmi um stórkostlega kvikmyndagerð og þá aðallega guðlega kvikmyndatöku sem átti réttilega að grípa óskarinn þetta ár fyrir kvikmyndatöku. The New World, að mínu mati er ein af betri myndum frá árinu 2005, mjög óeðlileg og frábrugðin eins og flestar Malick myndir en hefur mjög heillandi ástarsögu og ímynd aldarskeiðinu sem sagan gerist.


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: