Ég hef stanslaust blaðrað um satanísku einkenni MH, nú þar sem ég er þar eins og er að skrifa þessi orð þá vil ég halda því áfram.
Af einhverjum ferlegum ástæðum þá dofna augnlokin við inngöngu í MH, samstundis þá lamast hluti af þér þegar þú andar inn að þér MH-loftinu. Hugsanir hörfa og allt umhverfið breytist í svamp, veggirnir innilokast að manni og fólkið í kring bjagast í allar áttir.
Ef það er ekki satanískt þá vil ég vita hvað er það.
Ég er svangur, mig langar til þess að borða eitthvað. Vandamálið eins og Neo sagði er val, ég get valið að borða ekki og að afleiðingu dáið eða fylgt eftir lógík Merovingians og borðað þar sem sú löngun er afleiðing efnaskipta í líkamanum. Eitt val útilokar ekki hitt, ég fer eftir Neo og vel það að borða... og hananú.
Ég las Watchmen um daginn eftir Alan Moore, eftir lesturinn þá stóð ég upp og sagði: "Hvað í andskotanum var ég að lesa!?". Ekki á slæman hátt, ég er ennþá að reyna melta þessar sögur, kannski er Watchmen of gáfað fyrir mitt óæðra heilahvel?
Ég kláraði bókina "The Age of Charles Martel", og ég veit að engum er drullusama um það. Áhugaverð bók á sinn eigin sögulega hátt, hjálpaði mér töluvert með vonandi handritskrift.
Mér er heitt, það er of heitt í MH, annar hlutur sem sannar ennfremur að MH sé úthverfi helvítis.
Áður en ég kom sjálfsviljugur til helvítis var ég að horfa á Kingdom of Heaven, ég er enn fúll yfir að Orlando Bloom sé með aðalhlutverkið heldur en Kevin McKidd, sá gaur sem er töluvert betri leikari en Bloom, meðal þess hefur hann "charisma" og "screen presence" annað en Bloom. McKidd kom fram við fyrsta hálftíman á Kingdom of Heaven sem einn af mönnum Liam Neeson's, svo hvarf hann skyndilega og sást aldrei aftur. McKidd kom fram í Trainspotting, Dog Soldiers og er aðalgaurinn í Rome þáttunum. Vanmetinn leikari, gæti trompað Bloom í hverju sem er...
Gesundheit.
Sindri Gretarsson (talsettur af Morgan Freeman)
fimmtudagur, mars 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli