Jæja, ég er hér í MH, bíða eftir þýskutíma í kvöldskólanum. Það er orðinn vani að skrifa blogg í MH því það er einfaldlega ekkert annað betra að gera. ÞYS203 er hundleiðinlegur áfangi, ég er líka í DAN203 sem er ömurlega leiðinlegur en heppilega þá er ég í ISL303 og SAG393 sem eru dreifnám. Það þýðir, engir tímar, aðeins verkefnaskil gegnum netið og svo lokapróf í maí í ISL303. Alls eru þetta 12 einingar þessa önn...
Kvikmyndaskólinn er í góðu ástandi, leikstjóri íslensku myndarinnar "Blóðbönd" er túdorinn minn. Ég er ekki viss hvort það telst sem mont eða ekki, íslensk mynd og allt þannig... Annars þá er annar túdorinn breskur og kallast Jonathan Devaney, hann hefur átt sér fjölbreytta reynslu í kvikmyndaheiminum sýnist mér.
Þá þarf ég bara að klára eina klukkustund af þýsku með Bernd Hammerschmidt, furðulegum þýskum manni sem hátíðnustu rödd sem ég hef nokkurn tíman heyrt. Í seinasta tíma ætlaði maðurinn að skrifa á töfluna "mein kopf" og skrifaði í raun "Meina Kampf", það tók hann um 3 mínútur að taka eftir því.
Eftir þessa þýskustund bíður mín Þór og Nökkvi og Pizza Hut og eftir það Brokeback Mountain... Vonin heldur manni gangandi gegnum leiðinlega skólatíma, það má aldrei taka orð Andy Dufresne's í efa...
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli