Sindri Gretarsson 15. janúar 2006 ***1/2 af ****
Það má alls ekki búast við mikilli stríðsmynd í Jarhead, það er ekki mikið um byssusár og splassaða líkamshluti því Jarhead heldur sig við raunverulegar aðstæður í Persaflóastríðinu, það er aðallega fjallað um hve ömurlega leiðinlegt það stríð var fyrir hann Anthony Swofford (Jake Gyllenhaal). Myndin er byggð á bókinni eftir hinn raunverulega Swofford sem kallaðist Jarhead: A Marine's Chronicle of the Gulf War and Other Battles og handritið byggt á þeirri bók er líklega eitt af þeim betri á þessu ári. Það er nánast engin sjáanleg uppbygging í myndinni, og því var ekki krafist, þetta er afar einföld saga um 20 ára gamlan strák sem var nógu heimskur til þess að fara sjálfviljugur í herinn. Farið er frekar djúpt í hugarheim Swoffords, sýnt er nákvæmlega hvernig og af hverju hugarástand hans breyttist gegnum stríðið, svipað og Platoon sérstaklega þá fylgir talsetta röddin hans Gyllenhaals yfir alla myndina. Það sem sker Jarhead frá öðrum svipuðum myndum sem gerast á stríðstímum er að það er ekki eitt einasta atvik þar sem aðalpersónan þarf eitt skipti að skjóta úr byssu sinni á óvin, vandamál þeirra var ekki að lifa af heldur að fá að drepa einhvern óvin. Að lokum varð það að sjúkri örvæntingu aðeins til þess að fá tækifærið til þess að drepa, handritið hans William Broyles og góður leikur hjá þeim Gyllenhaal og Peter Sarsgaard gera myndina vel þess virði að sjá, svo ekki gleyma þessari glæsilegu myndatöku hjá Roger Deakins. Jarhead stóðst undir væntingum mínum og meira.
Sindri Gretarsson.
sunnudagur, janúar 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli