mánudagur, janúar 09, 2006

Deus Ex Machina...

Hlutir geta breyst á augnabliki, þessi nýja lífsreynsla hefur gjörbreytt öllu. Ég er í kvikmyndaskólanum, og ég er í öldungardeild MH, erfitt án efa en þetta er mest ásættanlegasti miðvegur sem ég get tekið. Með því að fara í kvikmyndaskólann er ég að gera það sem ég vil og með því að halda áfram í menntaskóla er ég að halda öllum vegum opnum. Auðvitað mun það taka aðeins lengri tíma, 12 einingar á önn næstu tvö ár verða 48 einingar, 48 einingar + 66 einingar eru saman 114 einingar. Sem þýðir að eftir kvikmyndaskólann get ég rúllað yfir menntaskólann líka.

En það nýjasta er að í fyrsta skipti í soldinn tíma þá SVAF ég, ég hafði gleymt nautninni sem fylgdi góðum svefni, endorfínorgían varð svakaleg...

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: