þriðjudagur, janúar 17, 2006

Brokeback Mountain

Sindri Gretarsson 17. janúar 2006 ***1/2 af ****

Það verður að segjast að persónulega finnst mér mjög erfitt að dæma Brokeback Mountain, ekki því að myndin er slæm, heldur því hún er svo sérstök. Árið er 1963 og Ennis Del Mar (Heath Ledger) kynnist Jack Twist (Jake Gyllenhaal) og saman fara þeir í smölunarleiðangur gegnum heilt sumar við Brokeback fjallið. Ennis er mjög þögull og gífurlega sveitalegur í málfari og hegðun en Jack er mun nútímalegri og smám saman verða þeir góðir vinir. Því lengri tími sem líður þá fer þessi vinátta að breytast í eitthvað meira og að lokum eftir að hafa drukkið nógu mikið viskí á kaldri nóttu þá geta þeir ekki haldið sjálfum sér undir stjórn, þannig sagt. Svona byrjar sagan og hún heldur áfram með þeim báðum sem eiga gífurlega erfitt að kljást með það að þeir séu alveg yfir sig ástfangnir af hvorum öðrum, þá aðallega Ennis sem fékk rosalega hart uppeldi frá föður sínum. Eftir þetta sumarferðalag þá fara þeir í sitthvora áttina, Ennis fer til kærustu sinnar Alma (Michelle Williams) og giftist henni meðan Jack hittir Lureen (Anne Hathaway) og að lokum giftast þau líka. Spurningin er aðeins hvernig samband þeirra tveggja heldur áfram eftir margra ára aðskilnað og hverskonar áhrif það hefur á fjölskyldur þeirra og þá sjálfa. Það sem Brokeback Mountain hefur yfir allt annað er algeran leiksigur hjá sérstaklega honum Heath Ledger sem Ennis Del Mar, gefið þessum manni óskarinn eins og skot, eins og er þá er hann með besta leikinn allt árið. Svipað er hægt að segja um hann Jake Gyllenhaal og alla aðra sem komu nálægt þeim, Michelle Williams og Anne Hathaway voru alls ekkert verri. Það er einkennilegt hve vel Ang Lee stendur sig vel að endurskapa svona prím-Amerískt umhverfi þar sem það er ekki alveg hans heimavöllur, ég stórefa að neinn bandarískur leikstjóri hefði nokkurn tíman geta gert myndina betri þrátt fyrir það. Fyrir utan það að myndin hafi verið aðeins of löng og mögulega alltof róleg þá er þetta líklega einhver besta ´drama´ sem ég hef séð lengi, ef þú ert karlkyns og hefur vandamál með að sjá ástarsamband milli tveggja manna þá þarftu að sjá Brokeback Mountain, þessi mynd er tilvalið dæmi um hvernig kynhneigð getur verið fjölbreytileg og einstaklingsbundin og að lokum þá skiptir hún engu máli. Að lokum þá strika ég undir það að Brokeback Mountain sé ein af bestu myndum 2005.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: