Sindri Gretarsson 27. janúar 2006 ***1/2 af ****
Munich er geðveik mynd, þarna var það skrifað, einföld útskýring sem allir fatta. Eric Bana er Ísraelskur Mossad útsendari sem er ráðinn með fjórum öðrum til þess að myrða ellefu Palestínska menn sem myrtu tólf gísla við ólýmpíuleikana í Munchen (Munich) árið 1972. Eftir War of the Worlds, sem var hrein blockbuster afþreying gerir Spielberg eitthvað áhugavert sem hefur eitthvað að segja við nútíma aðstæður. Ennþá er pirringur milli Ísraeala og Palestínumanna, 1972 var árið sem jók spennuna og pirringinn töluvert og Munich sker sig beint í miðjuna á þessu öllu. Myndin er ekki að taka afstöðu með neinni hlið, þetta er ekki gyðingavæla heldur mjög djúp sálfræðileg rannsókn á hug launmorðingjanna sem hefna landa sinna og ríkisstjórn. Það sem byrjar sem réttverðug hefnd verður að eyðileggingu mannana fimm, á hvaða hátt sem skerst inn í persónuleika þeirra. Sama hverja þeir drepa sem áttu orsök á Munich þá munu þrír koma í staðinn fyrir einn, svo eru svona aðferðir ekki beint meðfylgjandi trú gyðinga. Þungamiðja myndarinnar er Eric Bana, þráðurinn fjallar um hve ónýtur hann verður eftir reynslu sína í Evrópu sem launmorðingi, meðal þess á hann konu og ófætt barn sem hann fær aldrei að sjá. Annað sem Munich hefur að sýna eru einhver stórklikkuðustu atriði sem ég hef séð, sem var það seinasta sem ég bjóst við af Munich, ofbeldið er í algeru hámarki en það sem er jafnvel betra en allt þetta er að það er nánast ekki ein væmin sena í allri myndinni, í þetta skipti þá kom Spielberg með almennilegan endi á kvikmynd. Munich er einhver albesta mynd 2005, ekki gleyma að hún kom 2005 í Bandaríkjunum svo ég tel hana vera 2005 mynd.
Sindri Gretarsson.
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli