sunnudagur, janúar 08, 2006

Domino

Sindri Gretarsson 8. janúar 2006 **/****

Domino er nákvæmlega eins og treilerinn, það er engin viss stefna né neitt sögumarkmið sett fram, fyrir utan trilljón smásögur sem eru troðið inn við og við þá hefur kvikmyndin lítið að segja fyrir utan það að það hafi verið til kona sem kallaðist Domino Harvey sem var "mannveiðari". Kannski er ég þó að misskilja myndina gersamlega, mögulega þá var það aðeins þessi ofgerði Tony Scott stíll sem angraði mig, mér leið eins og þessi stíll væri þarna til þess að gera það ljóst að "ÞETTA ER TONY SCOTT MYND!". Ég hef reynt að skapa einhverskonar tilgang bakvið myndina, rétt eins og treilerinn gaf í skyn þar sem Keira Knightley sagði þessa sömu setningu 533 skipti "My name is Domino Harvey, I am a bounty hunter". Eftir tvo klukkutíma af Domino þá kemur þessi setning fram sem lokaorð myndarinnar, ég er ekki alveg viss hvort Richard Kelly handritshöfundurinn gleymdi að skapa einhvern endi eða hann hreinlega stóð sig ekki vel. Fyrri útskýringin gæti staðist þar sem hann hefur víst tímabundið minnisleysi. Það er ekki margt sem gefur Domino þessar tvær stjörnur, góðir leikarar og skemmtilegur húmor hjálpaði til þess. Varast þarf þó myndina útaf sínum ofgerða stíl, það er svo oft klippt og skapað brengluð umhverfi gegnum óendanlegar linsur og filtera að ég fann fyrir heilablóðfalli við lok myndarinnar. Eina ástæðan sem ég finn fyrir að sjá Domino er annaðhvort að maður hefur sterka sjálfseyðingahvöt eða á einhverju sýrutrippi því Domino hefur mikið af sýru til þess að sýna.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: