laugardagur, desember 31, 2005

Kvöldstundin með Quentin Tarantino...

Þá er ég kominn af kvöldstundinni með Quentin Tarantino, hann sýndi okkur þrjár merkilega dubbaðar kung-fu myndir frá 1978-1979. Ég er í engu skapi til þess að nefna þær þrjár myndir þar sem ég er mjög þreyttur og nenni einfaldlega ekki til þess að stafa Asísk nöfn niður í tölvu, það krefst of mikla hugsun til þess. En það verður að segjast, allar myndirnar voru nákvæmlega eins af uppbyggingu og persónusköpun, við lokin þá varstu hættur að geta sagt hvaða mynd sé hver. Annars þá var þetta spennandi, ég fékk að tala við hann Tarantino í tíu mínutur, við ræddum um ýmsa hluti. Meðal þess þá spurði ég hann um Kill Bill Box-settið sem átti að koma út fyrir hálfu ári síðan, samkvæmt honum kemur það út árið 2006. Það er varla hægt að fá betri staðfestingu annars staðar í heiminum svo ég verð að treysta honum. Svo fékk ég staðfestingu með kvikmyndaskólann, á milli spurninganna ræddum við Þór við hann um kvikmyndaskólann og hann sagði "That's just Great!". Ef Quentin Tarantino hvetur þig til þess af hverju ætti maður þá að efa það? Svo ef allt feilar þá get ég alltaf kennt honum um ef ég lendi í einhverju sjálfsvorkunarskap. Helvíti fínn gaur hann Quentin, það var þó augljóst hve mikil athyglisjúklingur hann er, hann dýrkaði að fá alla í kringum sig til þess að hlusta á sjálfan sig röfla um hvað eina. Árið 2005 varð ennþá athyglisverðara undir lokin, rétt við lokin, sem er hentugt.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: