fimmtudagur, desember 29, 2005

Jæja...

Þá er árið 2005 komið í sögubækurnar, margt athyglisvert gerðist þetta ár. Ég fékk að dunda mér sem hermann í Flags of our Fathers, fyrir utan það þá er lítið merkilegt sem hefur gerst fyrir mig þetta ár en ég vona að 2006 muni ganga betur þar sem ég fékk inngöngu í kvikmyndaskóla Íslands. Ekki aðeins ég heldur hann Þór vinur minn, af u.þ.b 30-40 sem sóttu um þá vorum við tveir valdir og þar sem aðeins 12 manns fá inngöngu yfir eina önn þá verður það að teljast afrek. Síðan ágúst 2004 höfum við Þór íhugað um að sækja um í kvikmyndaskólann, en ávallt var það eitthvað sem kom í veg fyrir það. Fyrst voru það mínir djöflalegu foreldrar sem héldu dauðataki yfir lífi mínu, samkvæmt þeim þá "Á ÉG AÐ KLÁRA MENNTASKÓLA FYRST!". Svo var það ég sem ætlaðist í smá tíma að reyna það, eins og er þá hef ég klárað 66 einingar sem er 48,5% af öllum einingunum sem ég á að taka, en að lokum undir áhrifum ýmissa hluta (þar á meðal hann Þór) þá ákvað ég að kýla á það. Það hlaut að hafa vera vilji Guðs að koma okkur í þennan skóla, að vísu er hann rándýr en hann verður að lokum þess virði. Ég og Þór eigum það sameiginlegt að hafa mikla reynslu við kvikmyndagerð og erum kvikmyndaáhugamenn af hæstu gráðu og þessi skóli er í okkar augum "frelsun". Ég veit hvað sumir munu segja þegar þeir lesa þetta, tveir aðrir guttar að reyna að "meika það" í kvikmyndabransanum. Ég er á þeirri skoðun að u.þ.b 95% af íslenskum kvikmyndagerðamönnum "sucka" og ég tel að u.þ.b 95% af íslenskum kvikmyndum "sucki" líka. Íslenski kvikmyndamarkaðurinn er eins og er, alveg djúpt sokkinn í skít, hver einasta ömurlega mynd er tilnefnd til Eddunar. Ástæðan er einfaldlega því það eru svo fáar íslenskar kvikmyndir, svo er oftast aðeins ein þeirra sem gæti mögulega vera talin "góð" að einhverju leiti. Svo eru nánast allar íslenskar kvikmyndir ekkert nema þunglyndi, af hverju reynir ekki einhver annar en hinn ógurlegi Hrafn Gunnlaugsson að gera flotta Víkingamynd? Fáir vita að Beowulf & Grendel er kláruð, sú mynd var tekin upp á Íslandi sumarið 2004 og þar er íslenskur leikstjóri að verki. Þá mynd vil ég sjá þar sem hún gæti vel verið ein af bestu íslensku myndum sem gerð hefur verið, vandamálið er að ekkert fyrirtæki vill gefa hana út þrátt fyrir nokkuð góða dóma. Ég held að tilgangurinn með þessari ræðu er að reyna segja að ef ég nái langt (og þú Þór), þá mun ég annaðhvort reyna að stækka íslenska kvikmyndabransanum eða flýja frá þessari eyju og koma mér til Evrópu/N-Ameríku eða hvert sem fætur mínir taka mig.

Ef þessi Íslenski kvikmyndaskóli mun standa fyrir sínu þá vonast ég til þess að fara til Þýskalands í sérsvið kvikmyndanáms en ef Guð stendur fyrir sínu þá mun ég ekki þurfa þess. Guð er mitt samnefni fyrir Karma, þrátt fyrir að ég sé ekki trúaður þá er Guð/karma yndislegt hugtak að nýta sér.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: