
Þegar ég frétti að Saw II væri í framleiðslu þá efaði ég samstundis um möguleika myndarinnar, ég einhvern vegin gat ekki hugsað mér framhald af Saw (sem ég fílaði töluvert) sem gæti orðið gott. Auðvitað þá gef ég myndinni tækifæri eins og ég gerði, það verður að segjast að Saw II er mjög gott dæmi um framhaldsflopp. Spennan í myndinni var engin, persónurnar alveg dauðar og mjög dæmigerðar, handritið ómerkilegt, MTv stíllinn sem var ofnotaður eyðilagði mörg atriði. Talandi um tilgangslausa notkun á MTv klippingu, Saw II ofgerði þetta og ekki eitt einasta atvik virkaði sem hluti af senu. Það komu fyrir sömu aðferðir í Saw en þá mun færri og mun betur útfærð, hér kemur það á um tveggja mínútna fresti eða oftar. Reynt er gera eitthvað nýtt með Saw II sem skilur hana frá fyrri myndinni, margar hugmyndir reynast góðar og hafa sína möguleika, en öll þessi augnablik sem skipta máli eru eyðilögð gegnum ráðandi MTv stílinn, eins og leikstjórinn væri annaðhvort ástfangin af þessum stíl eða vildi laða að sér meira af unglingum. Svo er mikið reynt að tengja sig við fyrri myndina, skapa sögufléttur og flækjur sem allar sökkva niður vaskinn, hvort sem það sé ótrúverðleikinn eða hreinlega lélega gert eða hvað sem er þá er lítið sem ekkert sem kveikir áhugann. Aðalvandinn er að það vantaði alla spennuna, mér var alveg sama um hvernig sögunni myndi ljúka, líkt og að lesa bók sem hefur ekkert upp á bjóða þá er Saw II alveg rosalega ómerkileg. Ég fékk enga grimmdarlega sælutilfinningu við að sjá annað fólk deyja á hryllilegan hátt né neina samúð með fórnalömbunum, ég gat alveg eins verið að horfa á Glæstar Vonir. Mér leiddist þó ekki við að horfa á myndina, hún hafði ágætis opnunarsenu, en því miður þá er Saw II alls ekkert merkilegt né þess virði að sjá, það er þó mitt álit.
Sindri Gretarsson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli