Sindri Gretarsson 28. nóvember 2005 O/****
Ég veit ekki hvar á að byrja, ég veit ekki hvernig á að enda, það er óendanlegt hve mikið klúður, hve mikið rusl, hve mikið rugl og hve viðbjóðslega ömurleg A Sound of Thunder er. Ég var að sjá þessa mynd frítt (sem betur fer) og mér líður illa, ég er í raun og veru í djúpu þunglyndiskasti, ég er hættur að vilja lifa því þessi mynd kom mér til þess að efa tilgang alheimsins. Auðvitað bjóst ég við algeru rusli þar sem trailerinn var ömurlegur, en það sem var augljósast voru þessar ótrúlega lélegu tölvubrellur, það hefði verið gott að fara á þessa mynd ef hún hefði verið skemmtilega fyndin, léleg á góðan hátt. Sagan, leikararnir, umhverfið, aðferðin, hasarinn, hugmyndirnar, kvikmyndatakan, leikstjórnin, allt saman er lágt og lélegt. Ben Kingsley sem ætlar greinilega aldrei að sökkva á botninn heldur áfram að kafa eftir Thunderbirds, A Sound of Thunder og væntanlegri Uwe Boll mynd BloodRayne, meðal þess hefur Edward Burns nánast staðfest að hann sé um það bil sá leiðinlegasti leikari samtímans, hin óþekkta Catherine McCormack sem seinast sást í Braveheart kemur fram sem bresk vísindakona, ég gef henni klapp fyrir góðan feril. Ég veit vel að þessi mynd var tekin árið 2002 við hörmulegar aðstæður og að kvikmyndagerðamennirnir urðu peningalausir en þetta er engin afsökun fyrir þessa hörmung, það hefði hreinlega átt að sleppa að gefa hana út. Ég reyndi að hlægja þegar það kom í ljós að tölvubrellurnar voru við gæði við myndir frá 1990, þá meina ég verra en tölvuleikjamyndbönd frá Play Station 1, ég gat ekki hlegið, þetta var of mikið. Ég ætla að reyna klára þetta í stuttum orðum, A Sound of Thunder er samþjöppuð klessa af misheppnaðari kvikmyndagerð sem er kastað á filmu til þess að reyna sýkja saklausa kvikmyndaáhorfendur, ég sjálfur koma mjög illa út úr þessu. Það sem mun gerast er að þessi mynd mun vera þekkt fyrir þetta, A Sound of Thunder er nú versta mynd ársins meðal Son of the Mask.
Sindri Gretarsson.
mánudagur, nóvember 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli