Eins og allir ættu að vita þá er King Kong væntanleg þann 14. desember 2005, þeir sem vita það núna eftir að hafa lesið þetta ættu að taka rakblað og skera sig sjálfa á fjölmörgum stöðum...
Daginn sem ég sé King Kong, er dagurinn sem ég mun deyja alsáttur í himnaríki af kæti og sælu. Hugur minn mun verða að endorfínorgíu og ekkert annað mun skipta máli nema sælan sem tekur yfir meðvitund mína.
Einn rammi af King Kong er betra en ein nótt með sjö hreinum meyjum, einn rammi af King Kong er betra en allt áfengi á Írlandi, og einn rammi af King Kong er svo sannarlega betra en besta handrit hans Lucas.
Það eru sumir hlutir í þessum alheimi sem hægt er að skilgreina rökfræðilega, hægt er að útskýra þá og tala um í sameiningu svo allir skilja það. Lostinn minn og þrá fyrir King Kong er ekki hægt að tala um í þessu samhengi.
Svo hefur það verið stífast í undirmeðvitund minni í nokkrar vikur af möguleika að fá að sjá King Kong tveimur vikum á undan öllum öðrum, hvert skipti sem ég hugsa um það (sem er alltaf) þá fer hjarta mitt að berjast á 300 slögum á hverri mínútu og heilinn fer við að klofna og falla inn á sjálfan sig þar til ég missi meðvitund.
Ef ég væri stelpa, þá myndi ég bjóða þeim aðila sem getur reddað mér inn á sýninguna allan líkama minn fyrir þau not sem sá aðili telur nýtanlegust. (Ég vona þú ert að lesa þetta).
Þetta er um það bil 1.4% af útskýringum um hve mikið mig langar að sjá King Kong.
Sindri Gretarsson.
mánudagur, nóvember 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli