laugardagur, nóvember 26, 2005

Harry Potter & The Goblet of Fire

Sindri Gretarsson 26. nóvember 2005 ***/****

Þar sem ég hef ekki lesið neina einustu Harry Potter bók, fyrir utan þá fyrstu fyrir um sjö árum síðan sem ég man lítið eftir, og því miður hef ég ekki enn séð fyrstu tvær myndirnar, þrátt fyrir það þá finnst mér ég vera nokkuð hlutlaus gagnrýnandi gagnvart Harry Potter & The Goblet of Fire. Það sem ég fíla við þessa mynd fyrst af öllu er hve langt hún stígur í burtu frá barnamyndunum sem fyrri myndirnar voru, það er ekki ætlast að ungir krakkar skilji söguna fullkomlega þar sem flækjurnar eru orðnar talsverðar gegnum þessar fjórar myndir. Ég hef aldrei laðast neitt sérstaklega að skrifum J.K Rowling né neitt að kvikmyndunum en ég er mjög sáttur með Goblet of Fire, ég fékk loksins eitthvað skyn af raðgátunum bakvið alla söguna. Tæknilega hliðin er öll nokkuð gallalaus, mjög fínar brellur, veröldin er vel sköpuð, en Goblet of Fire er miðjukafli án byrjun og enda, svipað og The Two Towers þá þjónar Goblet of Fire einungis áframhaldinu og með því þá fær hún ákveðna bölvun sem skilur áhorfandan eftir furðu lostin, þá sérstaklega eftir endi eins og í þessari mynd. Það sem hefur þó breyst fyrir mig er áhuginn á Harry Potter yfir höfuð, í þetta skiptið þá vil ég sjá hvað gerist í The Order of The Phoenix sem er væntanleg árið 2007, Goblet of Fire er besta Harry Potter myndin sem ég hef séð og eins og ég hef heyrt þá er hún mjög líklega sú besta í seríunni hingað til.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: