föstudagur, nóvember 18, 2005

Lord of War

Sindri Gretarsson 18. nóvember 2005 ***/****

Lord of War er svipuð Goodfellas að sögustíl, Nicholas Cage talsetti alla myndina til þess að upplýsa áhorfandann um söguna og uppsetning myndarinnar er að mestu leiti sú sama. Byrjað er á fyrri ár aðalpersónunar sem heitir Yuri Orlov og sýnt er hvað dró hann til þess að verða að vopnasala, alveg eins og Goodfellas þá er persónukynningin gífurleg og mikið er fjallað um fjölskyldulífið þar sem báðar myndirnar einbeita sér á glæpum. Þetta er besta myndin hans Andrew Niccol síðan Gattaca, enda hefur hann aðeins gert þær tvær myndir og svo S1m0ne árið 2002, en þrátt fyrir þennan einkennilega sögustíl þá hafði maður séð þennan stíl of oft, það var aðallega uppbyggingin sem sló sig sjálft niður því sagan dróst við seinni helmingin. Lord of War er í þessu samhengi vopnasalinn Yuri, hann selur vopnin til þjóða/þjóðflokka sem berjast gegn óvinum aðeins Orlov selur vopn til hvaða flokka sem er. Siðferðin bakvið myndina er mjög ´anti-bandarísk´, það eru ´Big Brother is watching you´ einkenni þar sem leynileg yfirvöld taka þátt í þessum sölum, að lokum fer þó þessi bransi að komast í gegnum fólkið í kringum hann þar sem hann á sér stóra fjölskyldu. Ég bjóst við að Lord of War væri mun alvarlegri þar sem efnið bakvið söguna er mjög viðkvæmt, en einhvern vegin þá gat Niccol skrifað handrit sem er ekki aðeins fyndið, heldur tekur mark á alvarleikanum bakvið raunveruleikann. Ég vildi gefa þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu en í staðin er hún há-þriggja stjörnu mynd, mjög góð að öllu leiti.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: