mánudagur, nóvember 14, 2005

Flags of our Fathers reynslan mín...

Ég hef voða lítið talað um reynslu mína við gerð Flags of our Fathers sem átti sér stað um miðjan ágúst mánuð þetta ár. Það byrjaði með því að ég einfaldlega sótti um sem "extra" eða sem bandarískan hermann, með mér var Tommi vinur minn. Fyrst var aldrei í hringt í mig eða Tomma, allir aðrir sem við þekktum voru ráðnir en ekki við, svo ég ákvað að fara upp í Eskimó til þess að spurja um þetta, kemur í ljós að það gleymdist að setja nöfnin okkar á listann og við vorum ráðnir samstundis.

Fyrsti dagurinn var að máta búninga, prufa getu okkar í vatni fullkæddir og þannig, alls var þetta um 10 klukkustundir af bið, en vel þess virði að komast í búninginn þó var það hræðilegt að fara í klippinguna, ég er enn að komast yfir þann svarta blett reynslunnar.

Svo kom að enn meiri æfingum, prufa tækin og tólin. Því miður fékk ég aldrei að skjóta úr riffli, en margt annað koma í staðinn. Fyrsta tökudaginn gerir sveitin mín ekkert (platoon 4), við bíðum og bíðum þar til allt í einu kemur aðstoðarleikstjórinn og segist þurfa 10 gaura úr platoon 4 strax. Furðulega þá vissi ég ekkert hvað var á seyði þar sem ég var nýbúinn að ganga út úr kamarnum þegar allir eru byrjaðir að hlaupa, svo ég hljóp með eins hratt og ég gat.

Við vorum komnir á ströndina, en þar beið meiri bið, í svona einn og hálfan tíma þar til loksins okkur er hlammað í bát með Ryan Philippe, Jamie Bell og Paul Walker. Hvernig getur maður verið svona heppinn að ganga útúr andskotans klósetti og allt í einu lenda í tveggja daga tökum í bát með þessum gaurum? Ég var þó einstaklega heppinn að vera settur beint fyrir aftan hann Ryan Philippe, liðsforinginn á bátnum okkar var leikari sem kallast Matt Huffman sem leikur gaur sem heitir Lt. Wells, það var mjög virkur gaur, sama má segja um Ryan Philippe og Paul Walker, en Walker var nú aðallega að síhlaða riffilinn sinn aftur og aftur.

Clint Eastwood sjálfur koma á bátinn að taka upp, fyrir 75 ára kall þá var hann hoppandi milli bátbrúna á fullri ferð, ég efa að ég 18 ára gamall myndi gera það. Senurnar með okkur 10 voru bátsenur, lending og hlaupið upp á sandhlíðina, við 10 úr platoon 4 sem vorum í bátnum vorum kallaðir Z-Squad og við hypuðum okkur sjálfa eins mikið og við gátum.

Næstseinasta daginn var ég kominn aftur í platoon 4 til þess að taka upp víðskot, ég sá að Geiri, gaur úr gamla Z-Squad, var sitjandi með leikurunum í hring að spjalla við þá. Svo jæja, núna hef ég tækifæri til þess að ræða betur við leikaraliðið, þarna voru Ryan Philippe, Adam Beach, Barry Pepper og fleiri. Ég ákvað að ganga til þeirra og taka þátt í spjallinu, það var mjög fyndið á sinn hátt. Ég tók eftir einum leikaranum sem var gaurinn sem lék unga Liam Neeson í Kinsey, heitir Benjamin eitthvað, svo ég hoppa upp og segi "Hey! You were the young Kinsey masturbating in the tent!". Gáfaður ég að byrja svona samtali, en gaurinn hló bara og tók því með gríni og sama gerðu flestir aðrir.

Barry Pepper var ekki mikið fyrir kaldhæðni, ekkert grín kom honum að kæti, hann hreinlega sat þarna með einhverskonar "Starr" andlitssvip. Jesse Bradford finnst allt vera fyndið, rasistabrandörum fannst honum ógurlega fyndnir, en meðan við hlustuðum á þá voru þeir að tala um Anchorman með Will Ferrell, Ryan Philippe sagði mér að hann Ferrell væri mjög þögull gaur, allt annað en í myndunum hans. Að lokum þá sagði ég þeim öllum Family Guy brandara úr "Stewie: The Untold Story", Jesús brandarann, þegar þessir gaurar hugsa aftur til Íslands munu þeir muna eftir mér að segja Family Guy brandara, en gaman.

Þetta var afar súrrealísk reynsla, líkurnar eru stórar að ég sjáist skýrt og greinilega í myndinni, standandi beint fyrir aftan Ryan Philippe í bátasenunni. Meðal þess þá voru númerin okkar skráð sérstaklega niður svo ef ég er heppinn þá mun nafnið mitt birtast á kreditlistanum. En þetta eru líklega "Illusions of Grandeur".

Ég hata það þegar fólk montar sig yfir að hafa hitt frægt fólk, þetta tel ég ekki mont heldur frásögn, ég er ekki að ýkja né ljúga... þetta gerðist.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: