sunnudagur, nóvember 13, 2005

Hostel

Sindri Gretarsson 13. nóvember 2005 ***/****

Það ætti að teljast heiður að fá að sjá Hostel svona snemma á undan flestum jarðarbúum og betur en það, óklippta útgáfu. Í þessu samhengi þýðir óklippt, að ef þessi mynd væri í opinberlegri útbreiðslu þá væri hún svona 30 mínútum styttri. Þrír félagar eru á ferðalagi um Evrópu til þess að serða kenkynið eins oft og mikið og þeir geta, þeir kallast Paxton, Josh og Óli sem er íslenskur. Fyrri hluti myndarinnar er rosaleg kynlífs/nektarorgía, það leið ekki á löngu að ég fór að efa tilgang myndarinnar, flestar senurnar voru þeir þrír að fíflast í Evrópu á skemmtistöðum að hitta stelpur, meðal þess var lamið inn í fyrri helminginn eins mikla persónukynningu/sköpun og hægt var. Hostel reynir þó að gabba mann með stefnuleysið, því seinni hluti myndarinnar var hreint út sagt geðveikur, þá loksins var nóg af blóði, líkamsvessum, afsöguðum útlimum og geðbiluðum Evrópubúum til þess að halda athyglinni uppi restina af myndinni. Það eru ekki mjög þekktir leikarar í hér á ferð, Jay Hernandez, Derek Richardson og Eyþór Guðjónsson, mér leið eins og eini tilgangur Eyþórs í myndinni væri til þess að skemmta Íslendingum, ég veit ekki hve oft það er sagt að hann sé íslenskur en aldrei hefur það heyrst oftar í nokkurri annarri mynd. Hann var þó skondinn gaur, hann hafði engan æðri tilgang en mér fannst hann fínn. Það var Jay Hernandez sem hafði mesta skjátímann, og ég verð að segja hve sáttur ég var með hann, í seinni hluta myndarinnar þá eignast hann sé myndina þar sem allar minnisverðugu senurnar snúast kringum hann. Hostel er talin einhver alblóðugasta kvikmynd allra tíma af mörgum, það er satt að vissu leiti, en sjálfum fannst mér hún þó alls ekki grimmasta mynd allra tíma, hún er yndislega grimm og mikil splatterorgía en ég hef séð sumt verra. Það er munur á grimmd og blóði, tilfinningin og viðbrögðin eru öðruvísi, Hostel fékk sín augnablik af öllu þessu og þetta gerði Eli Roth einstaklega vel. Hostel er mjög einstök mynd, fersk tilraun í splatterkvikmyndum, vel gerð og nokkuð vel úthugsuð, hún kom mér á óvart þar sem ég vissi nánast ekkert um söguþráðinn fyrir sýningu. Mér finnst Eli Roth vera að gera góða hluti fyrir Ísland, nýlega hefur Ísland verið þungamiðja hjá mörgum stórmyndum, Hostel var ekki tekin upp á Íslandi en flestallt tengt frumsýningu myndarinnar hefur upptök sín hér, það meirað segja dró þá Roth og Tarantino hingað, sem framleiddi myndina. Í lokin get ég aðeins sagst vera vel sáttur með Hostel, mjög fín mynd í heild sinni.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: