Stuttmyndasagan mín er fögur og blómstrar enn, Goð hylla myndir mínar og auk þess MRingar í miklu magni...
Stuttmynda/kvikmyndagerðin hófst þegar ég fékk loks að dunda mér með stafrænu myndavél föður míns um apríl 2001 en það var ekki fyrr en ári seinna (apríl 2002) að ég upp mestu rugl stuttmynd allra tíma með bekkjarfélugum í Hagaskóla, sú mynd kallaðist "Ofurvinir Partur I: Þú átt leik" og var drepfyndin á sinn hátt.
Þannig fattaði ég hverjir möguleikarnir voru fyrir mig í að taka upp myndir, ég hef og hafði verið með kvikmyndir í blóði mínu og það var aðeins eðlilegt að fá tækifæri til þess að reyna á mínar eigin stutt/kvikmyndir.
Eftir Ofurvini fylgdu endalausar prufanir með myndavélina, "solo-rugl" þar sem ég geng um algáttaður um tilveruna, það þróaði klippiaðferðir og klippiforrit sem ég notaði.
Svo kynntist ég Þór í apríl 2002 og við gerðum með aðstoð nokkra félaga "Ghostfacekiller: Portait of a Serial Killer", sú mynd var skondin tilraun í enn meira rugl og hún er geymd ennþá í DVD safni mínu, en sama er ekki hægt að segja um framhaldsmyndina sem er nú algleymd og týnd.
Stuttu seinna, september 2002 vill einn vinur minn gera "Ofurvinir part II: Hvar er Kanína?", hinsvegar náðum við aldrei að klára þá mynd og hún er nú steingleymd rétt eins og framhaldsmynd Ghostfacekiller.
Nóvember 2002 kemur þekktur kafli í stuttmyndasögu minni þegar Guðni nokkur G. (mistæk manneskja) hoppar upp og tekur nánast yfir tökum á "Leiðin" sem var fyrsta alvarlega tilraunin okkar. Sú mynd varð 45 mínútur á lengd (of löng) og varð algert rugl/djók undir lokin, aðallega þar sem leikararnir voru 15 ára pollar að reyna að leika fullorðið fólk. Það er þó skemmtilegt að horfa til baka á þá mynd þar sem hún var eina alvarlega tilraunin okkar og var það í þrjú ár í viðbót.
Í maí 2003, við lok Hagaskóla eigum ég Þorsteinn og Kristján Sævald að klára stuttmyndaverkefni fyrir Kvikmyndir/bókmenntir áfanga og á tveimur dögum gerum við Matrix-paródíu sem kallaðist "Fylkið". Sú mynd var 10 mínútur að lengd og var alveg hræðileg að öllu leiti, en var lélega fyndin eins og ætlst var en sú mynd hafði meiri áhrif á framtíðina en búist var við.
Strax eftir "Fylkið" byrjar Þorsteinn að skrifa "Fylkið: Endurhlaðið" og það gerir hann, með smá hjálp frá mér og vér byrjuðum tökur 28.júní 2003 og kláruðum 4.september 2003, myndin var svo sett á DVD 6.september. Myndin var eins og Leiðin of löng (37 min), húmorinn var 100% einkahúmor og miðað við nútíma hæfileika og möguleika er myndin mjög slöpp. En hún er fyndin fyrir okkur sem gerðum hana.
Við hættum ekki á tveimur myndum, við vildum klára þetta með þriðju og seinustu myndinni "Fylkið: Byltingar", það tímabil er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíman upplifað kvikmyndagerðalega séð. Handritið var skrifað frá september 2003 til lok framleiðslunnar í desember 2004, tökum á myndinni stóð í heilt ár, frá 28.des 2003 til 10.des 2004. Yfir þetta tímabil var ómögulegt að koma fólkinu saman út af áhugaleysi og/eða ósamþykki og var myndin þess vegna helvíti að klára, ég held að við misstum trú á myndinni svona 15 sinnum yfir árið 2004. Sem betur fer þá kláruðum við hana í tíma fyrir stuttmyndakeppni huga.is, þó að við unnum 2.sæti þá vitum við betur, því sú mynd heppnaðist eins vel og við bjuggumst við. Hún er alger steypa, en hún er húmorveisla og eins vel gerð og við gátum gert á þeim tíma.
Eftir Fylkis-þríleikinn varð allt þögult í um það bil hálft ár þar til sumarið 2005 þegar vér fórum að taka upp grínsketza, sumir góðir, sumir ágætir. Við tókum líka upp mjög stílízeraða mynd um þýskan hersforingja sem neitar að gangast í lið SS svikara og svo nýlegast þá tókum við upp einhverja þunglyndislegustu mynd sem við höfum gert, og það var í gærnótt, myndin er okkar tilraun á artífartí rugl myndir, það reynist of auðvelt að gera þannig myndir. Hún kallast "Symphony of Sorrow", nafnið er dregið af eina laginu sem er notað í myndinni sem kallast "A Symphony of Sorrowful Songs" eftir Henryk Górecki (sem enginn þekkir greinilega). Það lag er talið af mér og fleirum vera sorglegasta lag allra tíma, það passaði vel við myndina þar sem myndin fjallar um dauðann aðallega.
Svo er ég að pressa á Þorstein til þess að halda áfram að skrifa nýjasta handritið, eftir eitt ár og 2 mánuði hefur lítið borist en ég held að hann mun klára það í náinni framtíð.
Sindri Gretarsson.
mánudagur, nóvember 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli