Ég er í einhverskonar bloggblokki, ég hef voða lítið til þess að bæta inn á síðuna utan einhverjar umfjallanir þessa dagana, ég birti ekki allar umfjallanirnar, aðeins þær sem ég er sáttur með og um myndir sem ég hef eitthvað að segja. (svo er bara hægt að sjá allar á kvikmyndir.is).
Þessa dagana er ég aðallega að einbeita mér á MH og lærdómi (eitt af þeim fáu skiptum), þarf að taka próf og skrifa ritgerð um The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald, ég hef aðeins lesið summary á netinu og séð nokkur atriði úr tveimur leiðinlegum myndum. Hverjum er fokkings sama ef Gatsby elski Daisy og að Daisy sé gift Tom og að Nick vilji serða Jordan Baker? Bókin er örugglega mjög fín ég bara hreinlega hef ekki viljann til þess að lesa hana. Sögumaðurinn í myndinni frá 1974 hann Nick Carraway var leikinn af Sam Waterson, líklega leiðinlegasti leikari samtímans (enda þekkir hann enginn), jafnvel Oliver Stone klippti út einu senu hans úr Nixon sem kom fram í director's cut, og var ekki sú sena sú versta í allri myndinni, megi Sam Waterson brenna.
Svo þarf að klára hluta af kvikmyndafyrirlestri í ENS483, klára söguverkefni um Múhammeð...
Jæja, þarna sagði ég eitthvað.
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli