Sindri Gretarsson - 30.okt 2005 ***1/2 af ****
Shane Black sem leikstýrði myndinni skrifaði fyrstu Lethal Weapon myndina, meðal þess þá lék hann Hawkins í Predator, aulalega gaurinn með gleraugunum sem var drepinn mjög snemma. Kiss Kiss, Bang Bang er í fyrsta skipti sem hann gerir sína eigin mynd, hún er lík lethal Weapon í þeim skilningi að Robert Downey Jr. og Val Kilmer eru félagar í furðumálum, en Kiss Kiss, Bang Bang er mun svartari, en svo tekur myndins sér alls ekkert alvarlega. Robert Downey Jr. leikur smáþjóf sem kemur sér í furðulegar aðstæður þegar hann hleypur inná á áheyrnarprufur fyrir einhverja kvikmynd, þar sem hann var að flýja lögguna eftir að hann og vinur hans voru gómaðir og þar með vinur hans skotinn þá voru tilfinningar hans mjög raunverulegar og hann er ráðinn fyrir hlutverkið í myndinni. Val Kilmer er einkaspæjari sem er ráðinn til þess að þjálfa hann fyrir hlutverkið og þeir tveir voru nokkuð góðir sem ´par´ myndarinnar. Sagan er öll sögð gegnum tal Downey´s sem tekur það skýrt fram í byrjuninni að allt þetta er kvikmynd og að hann sé í raun að tala beint við áhorfandann, það skapaði vitundina að þessi mynd væri ekki alvarleg, og það var hún alls ekki eins og sagt hefur verið. Gert er afar mikið grín af kvikmyndum og leikurum, stundum sumum hlutum sem enginn veit af, nema ég og nokkrir aðrir, en stundum fannst mér skrípalætin geta gengið aðeins og langt og oft var reynt að flækja söguna án neinna ástæðna. Í lokin var mjög lítið til þess að segja frá, en gert var grín af öllum þessum flækjum líka, svo að gallar myndarinnar eru í raun grín, þetta verður að hugsa aðeins betur um. Kiss Kiss, Bang Bang er einhver sérstakasta mynd sem ég hef séð lengi og ein sú fyndnasta á árinu, frekar ætti að segja að myndin sé alvarleg svört komedía, því mikið var að reyna blanda hræðilega alvarleikanum við grínið bakvið það, kannski er það skilgreiningin á svartri komedíu? Mér fannst myndin einfaldlega mjög skemmtileg og fyndin, þannig er þessi mynd, hreinlega skemmtileg að mínu mati, ég verð að mæla með henni eindregið.
Sindri Gretarsson.
sunnudagur, október 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli