miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Serenity

Sindri Gretarsson 9. nóvember 2005 ***/****

Það er ávallt gaman að fara í bíó á mynd sem þú veist ekkert um og kemur í ljós að myndin er helvíti góð, þannig var Serenity reynslan mín. Myndin er víst beint framhald af Firefly þáttunum eftir Joss Whedon, ég hafði ekki hugmynd um hvað Firefly er og ég hef ekki ennþá séð þá. Serenity fjallar um River, stelpu sem hefur ofurnáttúruleg öfl eins og ofurstyrk/hraða og getur séð fram í tíman, hún er fangi hjá ríkisstofnun sem vill nýta krafta hennar en bróðir hennar Simon bjargar henni og felur hana í skipi Mals (Nathan Fullion). Myndin gerist 500 ár í framtíðina þegar Jörðin hefur uppfyllst af fólki og margir hafa flust til annarra reikisstjarna og eftir það hafa ríkisskipulög manna skipst í marga flokka og auðvitað fylgir ósætti með því, eins og borgarstyrjaldir og fleira, Nathan Fullion sem leikur Mal var fyrrverandi hermaður í mótspyrnuhernaði í stríði mörgum árum fyrr. Sem Mal hefur hann smá Indiana Jones stæla, getur vel talist sem Indiana Jones geimsins, þar sem ég sá Fullion seinast vælandi í Saving Private Ryan (vitlausi James Ryan) þá var ég mjög sáttur með gaurinn, bar hlutverkið óvenju vel. Svo koma þeir Alan Tudyk og Adam Baldwin sem flestir muna kannski eftir í Full Metal Jacket. Ég hélt fyrst að myndin myndi vera mjög dauf á ofbeldi þar sem hún er framhald á sjónvarpsþáttum, en gott að myndin er mjög ofbeldisfull, eða frekar að hún reynir ekki að fela ofbeldið of augljóslega. Serenity er líklega með þeim betri vísindaskáldsmyndum seinustu árin (ég tel ekki Revenge of the Sith sem vísindaskáldskap), það tók smá tíma að komast inn í myndina þar sem ég vissi ekkert um hana né hafði séð þættina, en það tók alls ekki langan tíma og eftir það var ég gripinn af myndinni. Mjög vel gert hjá Joss Whedon segi ég, ég er mjög sáttur.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: