föstudagur, nóvember 11, 2005

The Shawshank Redemption

Sindri Gretarsson 11. nóvember 2005 ****/****

The Shawshank Redemption er ein af þessum klassísku myndum sem allir hafa séð, og allir meira en minna hylla þessa mynd meira yfir flestar aðrar að því miklu magni, að margir gætu farið að hata þessa mynd. Það fólk má brenna, það fólk hefur gefið Satan sálu sína því The Shawshank Redemption, er líklega SÚ allra besta kvikmynd allra tíma. Hún er fullkomin, hver einasti rammi er fullkomnun í réttum skilningi, þessi saga er besta útfærsla á kvikmynd sem hefur nokkurn tíman verið gerð. Ég tel mín orð ekki vera sleikjuháttur að neinu tagi, ég virkilega trúi þessu, og ég skal reyna að útskýra það.

Myndin er byggð á stuttsögu eftir Stephen King sem kallast "Rita Hayworth & The Shawshank Redemption" sem eins og myndin, fjallar um Andy Dufresne sem er dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir morðin á konu sinni og elskenda hennar. Að fá tvöfalt lístíðarfangelsi þýðir að þú hefur engan möguleika á skilorði, þ.e.a.s þú ert fastur í fangelsi alla þína ævi. Red hefur verið í Shwawshank fangelsinu í tuttugu ár þegar Andy kemur og þeir tveir verða smám saman vinir, sagan heldur svo áfram sögð gegnum sjónarhorni Red's, frá 1947-1967 árin sem myndin gerist og þetta tveggja klukktutíma "monologue" sem Morgan Freeman ber fram er það lang áhrifaríkasta sem hægt er að heyra, ekki aðeins er Morgan Freeman með ofursvala rödd, heldur ofurrólegan tón. Fangelsistjóri Shawshank's er Samuel Norton, strangtrúaður, miskunarlaus og spilltur maður sem notar bankahæfileika Andy's sem tæki til þess að þvo ólöglega fjármagnið hans, sagan öll byggist í kringum Red að útskýra sögu sína og Andy's þessi 20 ár í Shawshank.

Handritið hans Frank Darabont er eins og leikstjórnin hans, ótrúleg að öllu leiti, ég mun aldrei skilja hugarástandið hans þegar hann gerði þessa mynd. Alveg gallalaust handrit, við lok myndarinnar var ég gersamlega örmagna, sagan krefst svo mikla orku úr manni að ég fann fyrir miklum létti við lokin. Samkvæmt DVD "audio commentary" með Darabont þá tengir hann oft tónlist saman við senur, t.d þegar Andy spilar "The Marriage of Figaro" eftir Mozart, hann skrifaði víst senuna meðan hann hlustaði á lagið sjálft, Frank telur tónlist vera lykil að tilfinningu sem er líklega satt að mínu mati.

Morgan Freeman er sá sem heldur þessari mynd á flot, það ætti að lista hann sem aðalleikara myndarinnar, rödd hans er þungamiðja myndarinnar. Ég get varla ímyndað mér betri valkost en Freeman, hann átti myndina. Tim Robbins er skilaboð sögunnar, hann er "Vonin" sem sagan einbeitir sér á, hann er þögla hetjan og "Jesús" ímyndin. Þó svo að Robbins hafi ekki verið eins mikilfenglegur og Freeman þá var hann fullkominn í sínu hlutverki. Bob Gunton er "AntiKristurinn", hann er andstæða Andy Dufresne, gæti talist það trúaður maður að hann hefur farið heilan hring og hreinlega misst vitið. Hlutverkið hans krafðist engra gífurlegra krafta en hann bar hlutverkið eins vel og hægt var. Leikurinn, þá sérstaklega hjá Freeman og Robbins er "fullkominn" fyrir myndina, svo má ekki gleyma James Whitmore sem Brooks, persóna sem hefur mikla þýðingu fyrir söguna. Whitmore var alls ekkert verri en Freeman/Robbins.

Eini hluti gerð myndarinnar sem telst ekki fullkominn (því miður) eru sumar tæknilegar hliðar, t.d kvikmyndatakan (eftir Roger Deakins), sem er góð, getur varla talist eins góð og mögulegt er í dag. En fullkomnun er stór krafa, það er nú ekki hægt að draga niður meistaraverk fyrir svona hluti, það þarf líka að hafa það í huga að myndin kostaði 25 milljónir dollara. Það er mikill peningur, en ekkert sérstaklega mikið fyrir mynd eins og Shawshank Redemption. Svo verð ég að minnast á tónlistina eftir Thomas Newman, rosalegt verk, fimm árum seinna gerði Newman tónlistina fyrir American Beauty sem hefur mörg einkenni frá Shawshank.

The Shawshank Redemption er einstaklingsreynsla, sjálfur öðlaðist ég þá reynslu gegnum vídeospólu árið 1995 aðeins átta ára gamall, samt einhvern veginn varð ég gripinn af myndinni þótt ég skyldi ekki myndina eins vel og í dag. Þannig var það fyrir suma, Shawshank Redemption floppaði illa í bíó og fékk aðeins meðal gagnrýni en þegar myndin komst á leigur, þá skyndilega varð hún að gersemi undirheimanna. Hún barst frá fólki til fólks gegnum spóluna, núna er það DVD, ég á sjálfur "10th Anniversary - Three Disc Edition" af myndinni. Eftir að myndin fór að verða svona vinsæl fóru víst gagnrýnendur að líta á myndina aftur, dómarnir breyttust víst til hins betra, nú er The Shawshank Redemption talin vera einhver albesta kvikmynd sögunnar. Það þarf varla að reyna að staðsetja Shawshank Redemption á einhverjum topplista, hún er nr.2 á imdb, hjá mér er hún rétt hjá fyrsta sæti, það er ávallt nokkrar myndir sem sífellt berjast um þetta fyrsta sæti og Shawshank er ein þeirra. Einstaklingsreynslan mín á Shawshank var magnþrungin, ég held að það sé besta orðið til þess að lýsa reynslunni, The Shawshank Redemption er magnþrungin og áhrifaríkasta mynd sem hægt er að sjá.





Sindri Gretarsson.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

just keep at it. [url=http://www.mulberryhandbagssale.co.uk]Mulberry Tote Bags[/url] At least, for her. [url=http://www.goosecoatsale.ca]canada goose expedition[/url] Zjrugmqnf
http://www.pandorajewelryvip.co.uk Uitbbghaw [url=http://www.officialcanadagooseparkae.com]canada goose chilliwack[/url] jelkbxvkn

Nafnlaus sagði...

Once they are ready to take on their new roles, teaming up is an excellent way to begin. buy ghd In the longer term, it working on broad expansion to new markets and thinks it can become a serious fashion destination for consumers and retailers alike: can see actually trends rising before they appear in the shops, because people are experimenting on the site, says Prescott. http://www.fitghdhair.com If you want to enter into the field of fashion the first thing you must be capable of is drawing. north face uk think Steph sometimes gets a bad rap, Frazier said. ugg sale Mimosa Systems .