mánudagur, október 24, 2005

kvikmyndir.is vs. bio.is og topp5.is

Kvikmyndir.is var stofnaður árið 1997-1998 af tveimur háskólanemum, Helga og Gunnari, sú síða var líklega fyrsta virka kvikmyndasíðan á landinu og hefur síðan þá hlotið þó nokkur vinsæli sem er auðvitað ástæðan að vefurinn er ennþá virkur. Ég byrjaði að taka eftir kvikmyndir.is árið 1998 þegar ég var 11 ára gamall því ég var/er einn af þessum kvikmynda "know-it-alls" en það var ekki fyrr en 2001 að áhuginn minn að gagnrýna myndir komu fram. Síðan þá hef ég hingað til skrifað 338 gagnrýnir, aðalástæðan að ég persónulega stunda kvikmyndir.is er því ég get gagnrýnt kvikmyndirnar sem ég sé. Samkvæmt því sm ég hef heyrt frá stjórnanda kvikmyndir.is þá eru það trailerar sem eru vinsælastir á vefnum, sjálfur fer ég oftast bara á apple.com til þess að redda trailerum enda er það speglaður server svo það telst sem innanlands niðurhlað.


Nýlega hafa komið fáeinar kvikmyndasíður til þess að keppa við kvikmyndir.is t.d topp5 og bíó.is, bíó.is hefur lítið nýtt að sýna, allir gagnrýnendur vefsins sýnist mér vera 12 ára pollar sem kunna ekki stafsetningu, meðal þess þá er bio.is í eign Senu sem bannar slæmar umfjallanir á eigin myndum, það er bannvænn galli... Fasismi kvikmyndagagnrýna. Síðan hefur trailera sem er þó ekki hægt að niðurhlaða, aðeins horfa á, og það eru aðeins sýningatímar frá bíóum sem sýna Senu-kvikmyndir.


Topp5.is hinsvegar fellur ekki beint í sömu gryfju, aðal gallinn hjá þeim finnst mér vera skorturinn á utanaðkomandi gagnrýnum, en það er frekar langsótt að reyna það þar sem kvikmyndir.is hefur nánast tekið yfir það svið, svo hlusta ég á mjög fáa gagnrýnendur og síður sem hafa 1-4 gagnrýnendur á ég mjög erfitt að taka mark á. Samkvæmt stjórnanda topp5 þá er hann að undirbúa eitthvað stórt og nýtt sem ætti að auka vinsældir hjá topp5, ég veit að mestu leiti hvejar breytingar þetta eru en lesandinn verður að bíða í nokkra daga/vikur því ég má ekki segja neitt. Ef stjórnendur topp5 telja síðuna geta orðið vinsælli en kvikmyndir.is þá gerist það ekki á svipstundum, fyrst verður kvikmyndir.is að lækka verulega í virkni, og topp5 þarf lengri tíma (svipað og kvikmyndir.is) til þess að komast á sama stig, og kvikmyndir.is hefur 7 ára forskot.


Ég veit að kvikmyndir.is hefur ekki verið mjög virk nýlega, en ég hef reynt eins og ég get að vera uppáþrengjandi og hvetjandi til þess að koma þeim af stað aftur.

Spurningin með kvikmyndir.is vs topp5 og bio.is er einföld spurning.

Ef kvikmyndir.is lækkar í virkni þá er möguleiki að síða eins og topp5 standi upp og taki yfir, hinsvegar þá þarf kvikmyndir.is aðeins að halda áfram með 50% virkni til þess að halda yfirráðum, það er aðeins mitt álit en ég tel það vera áræðanlegt.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: