Sindri Gretarsson - 25.okt 2005 **/****
Þessi mynd er rugl, bara eins gott að þessi mynd er djók því annars væri hún léleg tilraun til þess að gera Bourne eftirhermu (eða Bond). Satt að segja hef ég aldrei séð fyrri Transporter myndina og ég hefði aldrei séð Transporter 2 nema ég hefði fengið að fara á hana frítt, en ég verð að viðurkenna það að myndin kom mér á óvart að vissu leiti. Jason Statham samkvæmt myndinni er lifandi Guð sem getur allt, hann beygir þyngdaraflið, hann leikur sér með hröð farartæki eins og leikföng, lemur 30 fjandmenni í einu án þess að fá eina skrámu á sig. Transporter 2 er alls ekki mynd sem krefst mikil leiktilþrif, Jason Statham er nokkuð fyndinn sem þessi venjulegi "svali" bjargvættur, Matthew Modine er greinilega örvæntingafullur með ferilinn sinn, lá við að hann myndi segja "ég var í Full Metal Jacket, munuð þið eftir mér?". Hasarinn skiptir mestu máli og hann var í miklum skömmtum, sama hve fáranlegur hann gat orðið, og það oft, þá komu þau atriði mínu litla innra barni að kæti og á þann hátt þá er Transporter 2 fátt nema samansafn af skemmtilegum bardagaatriðum og stundum nokkrar senur sem hjálpa sögunni af stað. Ég sé fyrir mér Transporter 3 þar sem Jason Statham býr til svarthol sem hann notar til þess að sigrast á illum fjandmönnum sem reyna að ná yfirráðum á allri vetrarbrautinni, en það er aðeins ég.
Sindri Gretarsson
þriðjudagur, október 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli