5. maí 2005 - Sindri Gretarsson ***/****
Kingdom of Heaven er mynd sem sannar hve vel myndir geta verið gerðar í kvikmyndaheiminum, myndatakan hans John Mathieson (sem gerði meðal annars Gladiator) var glæsileg að öllu leiti. Sviðsetningin var nokkuð fullkomin og búningarnir eins svalir og hægt var að gera þá. Aðalgalli Kingdom of Heaven er hve hratt myndin fer yfir svona mikið efni, myndin byrjar í Frakklandi árið 1184 með Balian (Bloom) sem hittir föður sinn í fyrsta skipti hann Godfrey barón Ibelin (Neeson) sem býður syni sínum að koma með sér til Jerúsalem þar sem eiginkona hans hafði framið sjálfsmorð áður en Godrey kom. Balian ákveður að fara með föður sínum á endanum en vandamálin rísa á leið þeirra til Jerúsalem, Balian verður eitt eftirlæti Baldwin IV konung Jerúsalem og fellur hann meðal annars fyrir systur hans hana Sibyllu sem er gift Guy de Lusignan, valdamiklum kristnum öfgasinna. Það sem ég hef nefnt hér er aðeins byrjun þess hve mikið af sögu er í myndinni, og af sögu er alltof mikið miðað við rétt yfir tvo klukkutíma af myndefni. Spurning hví Ridley Scott ákvað að hafa Bloom sem aðalleikari myndarinnar? Balian er í myndinni nokkuð veikur karakter, ekkert minnugt um hann né ekkert verðugt til þess að vera í myndinni í svona stóru hlutverki. Orlando Bloom var að mestu ásættanlegur en langt frá því að hafa jafn sterka frammistöðu og Russel Crowe í Gladiator. Aukaleikararnir í myndinni eru þó allir gæða leikarar og leika mjög svo vel í Kingdom of Heaven. Liam Neeson, Jeremy Irons, David Thewlis, Martin Csokas, Brendan Gleeson, Ghassan Massoud, Alexander Siddig en aðallega var það Edward Norton sem sigrar alla aðra sem Baldwin IV sem hafði holdsveiki og bar á sig grímu fyrir andlitinu, einhverjar svölustu grímur allra tíma. Það sem gerir frammistöðu Nortons það eftirminnanlega er það að hann Norton er gersamlega óþekkjanlegur að öllu leiti, hann hafði Marlon Brando hreim sem alveg óaðfinnanlegur. Svo var Baldwin einhver merkilegasta persónan í myndinni meðal Hospitalers og Saladins. Ridley Scott kann að gera flottar bardagasenur, það er allt sannað og satt, en það sem hann gerir ekki nógu vel í Kingdom of Heaven er að sýna allan viðbjóðinn í blóðböðunum þar til við allra lok myndarinnar og myndavélin er alltaf síhristandi. Það er ekki lengur gott að hrista myndavélarnar því fólk sér í gegnum það, það þarf stabíl skot af fólki drepa hvort annað á trúlegan hátt þessa dagana. Það vantaði meira blóð því í krossferðunum voru engar reglur, sá sem var með Guð á sinni hlið vann. Trúarmálin í Kingdom of Heaven voru sýnd mikið, í heild fannst mér ekki eins og ein hlið væri skárri en hin, báðar hliðar áttu sína skammta af góðum og slæmum mönnum og aðra sem voru blanda. Eitt vandamál með tónlistina er sú að Harry-Gregson Williams ákvað að nota eitt stef úr 13th Warrior eftir Jerry Goldsmith sem lést í fyrra, ég tók vel eftir því og það var frekar truflandi. Annar galli myndarinnar eru nokkur smáatriði sem eru alltof ósannfærandi til þess að geta sloppið framhjá manni, ég held að fólk muni nú flest taka eftir því þegar kemur að því. Kingdom of Heaven er mjög fín mynd sem á skilið þrjár stjörnur eftir fyrsta áhorf, en eins og oft/alltaf þá breytist viðhorf mitt á mörgum myndum eftir annað áhorfið sem mun vonandi vera bráðum.
Sindri kallar þetta A SHOT OF DEATH!
Kingdom of Heaven var mjög fljótgleymin mynd, fáir sáu hana í bíó og fæstir gagnrýnendur fíluðu hana. Myndin hafði stóra galla, sá stærsti var staðreyndin að myndin var ofklippt í tætlur, director´s cut verður víst um klukkutíma lengri sem kemur út næsta ár.
En andskoti er kvikmyndatakan í þessari mynd glæsileg! Ég persónulega tók 60 screenshots af DVD disknum og hef það nú sem desktop gallerí.
Til dæmis þetta eina skot af Baldwin IV konung Jerúsalem (Edward Norton) er eitt glæsilegasta skot sem hægt er að ímynda sér...
John Mathieson, vér lútum undir þínu æðra sjónsviði!
Sindri Gretarsson.
miðvikudagur, október 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli