Sumar kvikmyndir þurfa tíma til þess að sökkva inn í mann, þær bestu þarf maður að horfa á oftar en einu sinni til þess að kunna meta almennilega. Fyrir þá sem kannast ekki við Conan: The Barbarian þá er hún Schwarzenegger mynd sem var gefin út árið 1982 og var leikstýrð af honum John Milius sem hefur hingað til ekki gert neitt af viti síðan Conan nema að skapa Rome þættina. Ég sá Conan: The Barbarian fyrst þegar ég var korn ungur, ég var líklega fimm ára eða jafnvel yngri, enda er Conan ein fyrsta kvikmynda-minningin mín sem ég man eftir. Þessi mynd er nostalgía í öfgarnar, og einhvern veginn eftir að hafa ekki séð hana árum saman þá horfði ég á hana aftur en gat samt raulað hvert einasta stef meðan á myndinni stóð. Soundtrackið í Conan: The Barbarian er einnig eitt það svakalegasta sem til er í kvikmyndaheiminum og það festist í undantekningalaust, öllum sem sjá myndina.
Það er margt við Conan sem hægt er að gagnrýna, það er hægt að gagnrýna leikarana, það er hægt að gagnrýna mörg smáatriði sem eru miðað við nútímakvikmyndir soldið gruggug. En þrátt fyrir þessi smáatriði, þá sigrar heildin þau auðveldlega. Mér fannst Schwarzenegger passa fullkomlega sem Conan, hann ER Conan og enginn annar getur gert hann betur. Conan hefur mjög Wagnerískt "feel" yfir sig, fyrir þá sem vita ekki hver Richard Wagner var þá var hann tónlistasmiður á nítjándu öld sem samdi meðal annars Niflungahringinn. Myndin er mjög mikið eins og ópera, það er tónlistin eftir Basil Poledouris (R.I.P) sem gerir myndina líklega fimmfalt betri en hún hefði verið án hennar. Conan er nánast eina kvikmynd sem ég veit um sem lifir svo ótrúlega mikið á tónlistinni sinni, án hennar hefði myndin ekki verið eins góð. Það er einnig eitthvað svo nasistalegt við Conan, boðskapurinn og félagsgagnrýnin eru svo rosalega hægrisinnuð og harkaleg að maður verður að njóta þess. Conan er um styrk og stál og viljann til þess að nota það, sönn kvikmynd alveg inn í beinmerginn.
Myndatakan er einnig stórkostleg, sérstaklega miðað við mynd á þessum aldri. Þetta er að mínu mati fyrsta ævintýramyndin sem er ennþá glæsileg í útliti, jafnvel miðað við framleiðslugæði nútímakvikmynda. Það er einnig merkilegt hve vel öll myndin flýtur sem heilsteypt saga, handritið er ekki meistarastykki en það er virkilega einstakt og hvernig leikararnir höndla orðin sín er einnig mjög sérstakt. Enn og aftur þá er það tónlistinni að þakka hve vel myndin flýtur áfram, það eru helling af "iconic" senum í Conan og hvernig þessi Basil Poledouris gerði þetta mun ég aldrei vita. Þeir sem hafa áhuga á kvikmyndatónlist eða jafnvel ekki, reddið ykkur extended soundtrackinu og hlustið á það. Það er ekki hægt að neita því, það er ótrúlegt, mjög líklega besta kvikmyndatónlist sem hefur nokkurn tíman verið samin. Það sigrar Star Wars og Lord of the Rings auðveldlega að mínu mati.
Eftir fimmtán ár af reglulegi áhorfi af Conan: The Barbarian þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hér á ferð er meistaraverk. Það er til framhald af henni sem kallast Conan: The Destroyer sem er ömurlegur skítur frá andskotanum, gerið ykkur sjálfum greiða og horfið aldrei á hana. Upprunalega átti Conan að vera þríleikur en stúdíóið slátraði framhaldinu, réð einhverja hálvita leikstjóra og tóku allt ofbeldið úr Conan, og nánast allt sem gerði fyrstu myndina góða. Ekki rugla saman Conan: The Barbarian við framhaldið, munurinn á þessum myndum er svakalega mikill. Ég hef þegar skrifað um Conan: The Barbarian, en ég gerði mér seinna grein fyrir því að ég var ekki að gefa henni nógu mikið kredit. Eftir endurtekin áhorf og meiri innsýn inn í þessa mynd nýlega þrátt fyrir þessi fimmtán ár af áhorfi, þá verð ég að gera mína skyldu sem kvikmyndafrík og hæpa þessa mynd fyrir alla þá sem ekki hafa séð hana...
Hérna er kemur fyrsta lína Schwarzeneggers í Conan, 22 mínútur inn í myndina...
Mongol General: Hao! Dai ye! We won again! This is good, but what is best in life?
Mongol: The open steppe, fleet horse, falcons at your wrist, and the wind in your hair.
Mongol General: Wrong! Conan! What is best in life?
CONAN: To crush your enemies, see them driven before you, and to hear the lamentation of the women.
Síðan er þetta bara geðveikt...
CONAN: Crom, I have never prayed to you before. I have no tongue for it. No one, not even you, will remember if we were good men or bad. Why we fought, or why we died. All that matters is that two stood against many. That's what's important! Valor pleases you, Crom... so grant me one request. Grant me revenge! And if you do not listen, then to HELL with you!
Sindri The Criticarian!
Vá, þetta nafn sökkar svo illilega mikið :)
þriðjudagur, október 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hm. Vissulega er Conan æði en Star Wars tónlistin hefur nú sigurinn og ég get nú ekki kallað Conan meistaraverk. But to each his own.
Conan OWNAR Star Wars :Þ
ok,ok,ok....
Ég skal viðurkenna það núna.
Conan er algjör snilld.
FUCK YEAH!!!
Ójá, strákar. Þurfum að taka Conan-fyllirí aftur við tækifæri. -- Sveinbjörn
Fökk já, fyndið hve utanaðkomandi vímuefni gera Conan margfalt skemmtilegari en hún er nú þegar :)
Skrifa ummæli