miðvikudagur, ágúst 29, 2007

My School of Thought...

Það er margt sem ég vil segja, en frekar þá ætla ég að skrifa það á þessu bloggi. Ég er enginn ræðumaður og ætla mér engan veginn að drepa fólk úr leiðindum í einhverjum stórum og köldum sal. Þið sem lesið þetta blogg geta skemmt sér með því að hlæja að þessu eða vera sammála mér, hvernig sem þið hafið það.

Fyrst vil ég byrja á því að útskýra af hverju ég lýsti fíkniefnareynslu minni í Asmterdam svona sjálfsagt á fyrri bloggpósti. Ég hef verið gagnrýndur fyrir það af sumum nokkuð illa og ég gef alltaf sama svar. Þetta er LÖGLEGT í Amsterdam, sem þýðir að ég MÁ gera það ef ég VIL. Hinsvegar hefur mér verið bent á þetta gæti stungið mig í bakið seinna í lífinu, fólk heldur greinilega að ég sé alger hálviti að vita það ekki. Er ég of liberal hugsandi manneskja? Hverjum er drullusama þó ég hafi reykt andskotans jónu og þá útí Amsterdam? Ef einhver fasista mannfjandi ætlar sér að nota það gegn mér í framtíðinni þá er honum velkomið að gera það. Prufið að setjast niður og lesa um staðreyndirnar bakvið kannabis efni, sömu reglurnar gilda með áfengi, í hófi er það ásættanlegt. Að mati höfundar allavega.

Hvað meira vil ég segja? Alveg rétt, ég hata þessi fökking Pál Óskar lög sem eru alls staðar þessa dagana. Allt fyrir ástina og svo annað sem hét Inter-eitthvað, fökking ömurlegt rusl kjaftæði viðbjóður frá andskotans helvíti. Ég er augljóslega að exploita minn eiginn fasisma með þessu, greinilega er ég ekkert það liberal hugsandi sérstaklega þegar það kemur að þessari djöfullegri tónlist. Það þarf taka Nasista tónlistabrennu á þetta, meðal þessara laga má einnig taka nánast allt sem telst undir popp-tónlist geirann seinustu tíu árin og kveikja í því.

Vitið þið hvað var svalt? Fyrsta krossferðin, hún var fökking geðveik. Fólk að drepa hvort annað útaf trúarbrögðum og landvinningum, nákvæmlega engin miskunn. Maður vill ekki vera íbúi Jerúsalem árið 1099, Kristnu mennirnir slátruðu öllum sem bjuggu í þeirri heilugu borg. Ekki aðeins múslimum og gyðingum heldur meirað segja kristnum mönnum sem bjuggu þar fyrirfram og samkvæmt lýsingum eftirlifenda þá voru krossferðamennirnir sem eftir voru komnir hnédjúpt í blóð eftir mannslátrið. Ímyndunaraflið mitt vill taka því bókstaflega, ÞAÐ er virkilega fökking svalt.

Nóg í bili...

Sindri Gretarsson.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekki svalt... Það er sorglegt.

Þorsteinn sagði...

Tja, Sindri, mundu bara að þetta er opinber miðill, þetta blogg. Í framtíðinni þegar þú sækir um vinnu er bara hægt að gúgla nafnið þitt og þetta kemur upp. Maður þarf dálítið að passa sig á netinu; viltu virkilega að allir sem vilji fái að vita það sem hér stendur og er sýnt?

S.G. Andersen sagði...

Þar til ég skipti um skoðun já, ef ég skipti um skoðun...

Nafnlaus sagði...

Hmmmm......
Já svona krossferð.., er ekki málið að fara í svoleiðs ?


PS: How many people have died of eating or smoking marijuana in the history of EARTH ??

Answer: there are none known cases.

How many people have died of Alcohol in the last 10 years?

Answer: 250,000 people have died in alcohol related accidents in the past 10 years.

I rest my case.

LEGALIZE IT !

Nafnlaus sagði...

ohh þetta er svo mikið crap! Trúiru þessu virkilega?

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur nú ekkert með að trúa eða trúa ekki að gera, þetta er staðreynd. Það er ekki vitað um nein dauðsföll af völdum marijuana.

Link 1:

http://www.drugtext.org/sub/marmyt1.html

Link 2:
http://en.wikipedia.org/wiki/Health_issues_and_the_effects_of_cannabis#Toxicity



Lesa sig til.

Ps. Auðvitað er á samt sem áður að fara varlega.
Njóta í hófi ;)