fimmtudagur, júní 28, 2007

Die Hard 4.0 (Live Free or Die Hard)

Sindri Gretarsson 28. júní 2007 ***/****

Þetta er svo sannarlega ein yfirdrifnaðasta og brjálæðasta hasarmynd sem ég hef séð, Die Hard 4.0 (eða Live Free or Die Hard eins og hún kallast í Bandaríkjunum og í Frakklandi Die Hard 4.0: Return to Hell!) er hrein hasarmynd og virkar nokkuð vel sem þannig. Það eina sem aðskilur hana frá flestum nýlegum yfirdrifðum hasarmyndum er John McClane, án hans væri þessi mynd nánast ekkert merkilegt. Ég hafði miklar efasemdir um að Die Hard 4.0 myndi geta jafnast við neina aðra Die Hard mynd en hún jafnast alveg við þær þá kannski fyrir utan fyrstu myndina. Mínar væntingar gagnvart Die Hard kvikmynd er nóg af ofbeldi, one liners og Bruce Willis í hræðilegum sársauka að skríða gegnum brotið gler með skammbyssu. Það sem Die Hard 4.0 kemur ekki með því miður er blóðugt ofbeldi og blótsyrði, John McClane blótar eins og motherfökker í öllum Die Hard myndum nema þessari. Myndin var klippt til þess að komast niður í PG-13 í Bandaríkjunum og það verður að segjast að myndin hefði verið betri með R stimpilinn, fólk virtist reyna að segja ekki F-orðið sem er mjög slappt fyrir Die Hard mynd. Ég hef þó ekki verið jafn sáttur með hasarmynd nýlega og með Die Hard 4.0, hasarinn fer þó að verða of mikill undir lokin og alltof yfirdrifinn en myndin missir aldrei kraftinn né hraðann sem heldur manni horfandi á skjáinn. Ég leyfi Die Hard 4.0 að sleppa með þrjár stjörnur fyrir að vera dúndur hasarmynd og hún sleppur sem verðug Die Hard mynd.


Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vegna ekki:)